Aldrei skilað ársskýrslu

Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. mbl.is/Eggert

Talsmaður neyt­enda hef­ur ekki gefið ráðherra ár­lega skýrslu né prentað hana eða birt op­in­ber­lega eins og lög um tals­mann neyt­enda kveða á um.

Í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Gísli Tryggva­son, talsmaður neyt­enda, slíka heild­stæða skýrslu ekki hafa verið gerða frá ári til árs síðan hann tók við embætti árið 2005.

„Það væri æski­legt að koma þessu á heild­stætt form. Hins veg­ar birt­ast all­ar upp­lýs­ing­ar á vefn­um flokkaðar eft­ir árum, mánuðum og viðfangs­efn­um. Þar má sjá til­lög­ur, um­sagn­ir og fleira. All­ar upp­lýs­ing­ar eru birt­ar á vefn­um nema árs­reikn­ing­ar,“ seg­ir Gísli og bæt­ir við að ráðherr­ar hafi ekki kallað eft­ir slík­um skýrsl­um. Auk þess hafi hann hitt alla sex ráðherra sem hann hafi heyrt und­ir á starfs­tím­an­um og rætt starf­semi embætt­is­ins og neyt­enda­mál þótt ekki hafi verið fundað reglu­lega.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert