Enn ein blekkingin

Birgir Ármannsson,
Birgir Ármannsson,

„Ég hef að undanförnu orðið þess var að sumir stuðningsmenn tillagna stjórnlagaráðs telja að 111. gr. í tillögum ráðsins feli í sér „meiri vörn“ gagnvart fullveldisframsali en felst í núgildandi stjórnarskrá“, segir Birgir Ármannsson, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Hefur því jafnvel verið haldið fram, segir Birgir, að verði stjórnarskránni ekki breytt geti Alþingi ákveðið inngöngu í ESB án nokkurrar aðkomu þjóðarinnar. Með tillögu stjórnlagaráðs sé þó a.m.k. tryggt að slíkt skref verði ekki stigið nema í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hér er hlutunum snúið á hvolf, svo ekki sé meira sagt.

Í niðurlagi greinar sinnar segir Birgir: „En hvort sem menn eru stuðningsmenn ESB-aðildar eða ekki, og hvort sem menn styðja tillögur stjórnlagaráðs eða ekki, er lágmark að menn byggi rökstuðning sinn á staðreyndum og óumdeildum túlkunum fræðimanna, en ekki á uppspuna eða hreinum misskilningi“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert