Grímsey

Tryggvi Þór Herbertsson
Tryggvi Þór Herbertsson

„Í byrjun mánaðarins barst Grímseyingum tilkynning frá stjórnvöldum um álagningu veiðigjalds fiskveiðiárið 2012/13. Upphæðin er rétt rúmar 60 milljónir króna. Jafnframt barst eyjarskeggjum tilkynning um að þeir skyldu greiða einn fjórða af gjaldinu fyrir 15. október en sæta ella sviptingu veiðiheimilda“, segir Tryggvi Þór Herbertsson, alþm., í grein í Morgunblaðinu í dag. Segir Tryggvi Þór m.a. að í Grímsey hafi um 60 manns vetursetu. Veiðigjaldið nemi því að meðaltali um einni milljón á hvert barn, hverja konu og hvern karlmann í eynni. Lífið þar gengur út á fiskveiðar og vinnslu.

Í lok greinar sinnar segir Tryggvi Þór: „Hvað skyldu margir verða með vetursetu í Grímsey eftir 2-3 ár? Enginn? Fyrsti þingmaður NA-kjördæmis og þar með Grímseyinga, hlýtur að vera sérstaklega stoltur af þessu ráðslagi“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert