Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð

Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ á …
Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ á þingi sambandsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrálát verðbólga og háir vext­ir valda því að venju­leg meðal­fjöl­skylda hef­ur ekki leng­ur efni á að búa í venju­legri meðal­íbúð. Þetta sagði Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, á þingi ASÍ sem hófst í dag.

Gylfi sagði að ASÍ hefði valið að bregðast við efna­hags­hrun­inu með öðrum hætti en verka­lýðshreyf­ing­in víða í Evr­ópu. Verka­lýðshreyf­ing­in hér á landi hafi ekki valið leið átaka og deilna. Hann sagðist gera sér grein fyr­ir að þetta væri um­deilt. ASÍ ætti hins veg­ar að tak­ast á við þessa gagn­rýni, ræða hana og rýna og bregðast við með mál­efna­leg­um hætti

Hús­næðismál­in eru í öngstræti

Gylfi sagði að ekki yrði fram­hjá því litið að hús­næðismál og hús­næðis­ör­yggi fé­laga ASÍ-fé­laga væri „í öngstræti“. Hann gagn­rýndi þær breyt­ing­ar sem stjórn­mála­menn hefðu gert á hús­næðis­kerf­inu á síðustu ára­tug­um. „Í dag þegar við erum að glíma við af­leiðing­ar efna­hags­hruns­ins blas­ir við okk­ur al­var­legt hrun þessa kerf­is. Mik­il og þrálát verðbólga hef­ur keyrt vext­ina upp í rjáf­ur og í raun má segja að venju­leg meðal­fjöl­skylda hafi ekki leng­ur ráð á því að búa í venju­legri meðal­íbúð – og þá skipt­ir engu máli hvort hún leig­ir hana eða kaup­ir. Íbúðalána­sjóður er í mikl­um fjár­hags­vanda og hef­ur skákað sig út af hús­næðismarkaðinum með kröfu um meira en 30% álag á þá vexti sem hann fær á markaði – sem þýðir ekk­ert annað en álag á ung­ar fjöl­skyld­ur sem eru að reyna að koma yfir sig þaki.  Ég hef lengi verið þeirr­ar skoðunar að við þessu þurfi að bregðast, bæði til skemmri og lengri tíma litið.“

Gylfi sagði að marg­ir hefðu ein­blínt á það að með því að af­nema verðtrygg­ingu muni hags­mun­ir venju­legs meðal­tekju fólks verða tryggðir. „Ég er ekki sam­mála því, málið er miklu flókn­ara en svo að það verði leyst á ein­fald­an hátt, en geri mér jafn­framt ljósa grein fyr­ir því að það hef­ur vakið mikla reiði og gremju í minn garð og okk­ar hreyf­ing­ar.“

Gylfi sagði að lausn­in fæl­ist í raun­hæf­um til­lög­um um nýtt fyr­ir­komu­lag hús­næðislána sem trygg­ir okk­ar fólki bæði lægri vexti og meiri stöðug­leika í greiðslu­byrði en nú er. „Staðreynd­in er að vand­inn ligg­ur í mik­illi verðbólgu og háum vöxt­um en ekki verðtrygg­ing­unni sem slíkri. Því hlýt­ur það að vera eitt af for­gangs­verk­efn­um okk­ar að móta skýra sín og kröf­ur um hvernig ís­lenskt sam­fé­lag geti losað sig út úr víta­hring verðbólgu og hárra vaxta þannig að ís­lenskt launa­fólk fái notið sam­bæri­legra kjara og í þeim lönd­um sem við vilj­um helst bera okk­ur sam­an við.“

Gylfi sagði að Alþýðusam­bandið hefði lagt í mikla vinnu í það sl. vet­ur að greina þenn­an vanda, hvers vegna vext­ir á Íslandi væru svo háir að við vær­um 20 árum leng­ur að end­ur­greiða venju­legt hús­næði en launa­fólk í ná­granna­lönd­un­um? „Þó mestu muni um stöðug­leika þeirra gjald­miðils, er ljóst að hægt er að ná vöxt­um hér á landi veru­lega niður með meiri festu í stjórn geng­is- og pen­inga­mála og breyttu fyr­ir­komu­lagi al­mennra hús­næðislána. Það er okk­ar hlut­verk að berj­ast fyr­ir slík­um lausn­um – lausn­um sem lækka vexti okk­ar fé­laga í raun og veru!“

„Vit­um ein­fald­lega ekki hvaða kost­um við stönd­um frammi fyr­ir“

Gylfi ræddi í ræðu sinni um geng­is­mál og viðræðurn­ar um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Hann sagði að veik staða krón­unn­ar væri aft­ur orðinn ör­laga­vald­ur um af­komu okk­ar og ör­yggi. Hann ræddi ný­lega skýrslu Seðlabank­ans um val­kosti í geng­is­mál­um, þ.e. upp­taka evru eða króna. „Okk­ar krafa til geng­is- og pen­inga­stefn­unn­ar er, að hún leggi grunn að stöðug­leika, lágri verðbólgu og lág­um vöxt­um. Niðurstaða Seðlabank­ans er sú að því verði vart náð með litl­um fljót­andi gjald­miðli.

Vand­inn er að það er of snemmt að segja til um hvor þess­ara leiða við eig­um að fara eða get­um farið því við vit­um ein­fald­lega ekki hvaða kost­um við stönd­um frammi fyr­ir. Því er að mínu viti mik­il­vægt að ljúka viðræðunum um aðild okk­ar að ESB og freista þess að ná sem best­um samn­ingi fyr­ir þjóðina. Þegar slík­ur samn­ing­ur ligg­ur fyr­ir get­um við lagt mat á kosti þess og galla út frá hags­mun­um launa­fólks en á end­an­um er það þjóðin sem mun eiga síðasta orðið í bind­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Ég hef haldið því fram að á tím­um óvissu og sam­drátt­ar er það ekki skyn­sam­legt að tak­marka val­kost­ina, en að sama skapi er al­veg ljóst að þjóðin þarf að finna lausn á vanda okk­ar geng­is- og pen­inga­mála á allra næstu mánuðum. Lausn sem er hvoru tveggja í senn raun­hæf og til þess fall­in að auðvelda okk­ur að ná mark­miðum okk­ar um aukna at­vinnu og vel­ferð en geti jafn­framt verið mik­il­vægt vega­nesti í framtíðar­skip­an þess­ara mála.“

Gylfi ít­rekaði það sem hann hef­ur áður sagt að hann teldi skyn­sam­legt að taka upp fast­geng­is­stefnu. Aðstæður nú minni um margt á þær aðstæður sem voru í kring­um 1990 þegar þjóðarsátt­ar­samn­ing­arn­ir voru gerðir, en þá var gengi krón­unn­ar fest.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert