Hvorki má nota kúst né ryksugu á kvikasilfur

Henda þarf ljósaperum í sérstök ílát á endurvinnslustöðvum.
Henda þarf ljósaperum í sérstök ílát á endurvinnslustöðvum. mbl.is/Kristinn

Sparperurnar, sem taka nú við af gömlu glóperunum, innihalda kvikasilfur og því má alls ekki henda þeim beint í ruslafötuna.

Kvikasilfur er hættulegt umhverfinu og heilsu manna og því flokkast perurnar sem spilliefni og skal skila þeim á endurvinnslustöðvar þar sem þær eru meðhöndlaðar á réttan hátt, segir á vef Umhverfisstofnunar, ust.is.

Í september síðastliðinn gekk í gildi reglugerð hjá aðildarríkjum EES sem bannar framleiðendum ljósapera að selja og dreifa glærum glóperum. Bannið kemur til vegna reglna um orkusparnað en sparperur eru sagðar nota allt að 80% minna rafmagn en glóperur. Glóperurnar verða þó í sölu eitthvað áfram hér á landi því verslanir mega tæma lagerinn sinn. Hægt er að velja á milli þriggja tegunda sparpera; halogen-, LED- og flúrpera, þær síðastnefndu innihalda kvikasilfur.

Það eru að hámarki 5 mg (0,005 g) af kvikasilfri í hverri sparperu og ef hún brotnar losnar lítið magn af kvikasilfurögnum sem forðast þarf að anda að sér. Á ust.is má sjá leiðbeiningar um rétt viðbrögð við brotinni peru, einnig má lesa leiðbeiningar á vef IKEA.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert