Kraftvélar greiða leigu Landsbjargar

Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri hjá Kraftvélum, afhendir Guðmundi Erni Jóhannssyni, …
Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri hjá Kraftvélum, afhendir Guðmundi Erni Jóhannssyni, framkvæmdastjóra SL styrkinn.

Slysavarnarfélaginu Landsbjörg var í dag veittur styrkur frá Kraftvélum ehf. upp á 300 þúsund krónur, sem samsvarar þeim kostnaði sem Landsbjörg þarf að greiða Kringlunni í leigu vegna sölu Neyðarkallsins í byrjun næsta mánaðar.

Eins og greint var frá á mbl.is í gær er Kringlan eina verslunarmiðstöðin sem rukkar góðgerðarfélög fyrir sölu í húsnæðinu. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar, sagði þá mikla aðsókn í plássið á göngugötum Kringlunnar og að gestir hafi kvartað undan áreiti.

Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að Kraftvélar í Kópavogi hafi brugðist skjótt fréttunum og ákveðið að styrkja félagið um upphæðina sem greiða þarf í leigu. 

Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar  tók við styrknum af fulltrúa Kraftvéla, Viktori Karli Ævarssyni, sölustjóra. Þakkaði Guðmundur styrkinn og sagði hann lækka kostnað vegna sölu Neyðarkallsins og þar með efla björgunarstarf í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert