Lægra hlutfall leikskólakennara

Leikskólabörn.
Leikskólabörn. Ernir Eyjólfsson

Sól­ey Tóm­as­dótt­ir borg­ar­full­trúi Vinstri grænna gagn­rýn­ir meiri­hlut­ann í borg­inni vegna auk­ins álags á leik­skóla­kenn­ara sem hún seg­ir meg­in ástæðu þess að fag­menntuðum í stétt­inni hafi fækkað.  Hlut­fall fag­menntaðra í stétt­inni hef­ur lækkað úr 24% í 21,9% á einu ári sam­kvæmt minn­is­blaði sviðsstjóra.

„Þessi þróun er í öf­uga átt frá þeirri sem stefnt hef­ur verið að, að hækka hlut­fall fag­menntaðs starfs­fólks í sam­ræmi við lög,“ seg­ir Sól­ey í yf­ir­lýs­ingu.   

„Á fundi skóla- og frí­stundaráðs í dag kom fram að hlut­fall leik­skóla­kenn­ara hef­ur lækkað úr 24% í 21,9% á einu ári og ekki er að sjá að öðru fag­menntuðu starfs­fólki hafi fjölgað. Þessi þróun er í öf­uga átt frá þeirri sem stefnt hef­ur verið að, að hækka hlut­fall fag­menntaðs starfs­fólks í sam­ræmi við lög.“

Seg­ir hún jafn­framt að ástæður fækk­un­ar leik­skóla­kenn­ara megi rekja til auk­ins álags í starfi vegna þeirra breyt­inga sem meiri­hlut­inn í borg­inni hef­ur staðið fyr­ir.

„Það er mikið áhyggju­efni að þessi mik­il­væga stétt, sem hef­ur með óeig­in­gjörn­um hætti lagt grunn­inn að upp­bygg­ingu leik­skól­anna í nú­ver­andi mynd, sé ekki að hækka hlut­falls­lega meðal starfs­fólks, held­ur lækka. Ástæðuna má án efa rekja, að minnsta kosti hluta henn­ar, til for­gangs­röðunar og stefnu­mót­un­ar meiri­hluta Besta flokks og Sam­fylk­ing­ar sem hef­ur bitnað verr á leik­skóla­kenn­ur­um en öðrum stétt­um borg­ar­inn­ar. Það er miður og hvet­ur full­trúi Vinstri grænna í skóla- og frí­stundaráði til þess að hlúð verði sér­stak­lega að leik­skóla­kenn­ur­um til að koma í veg fyr­ir frek­ari flótta úr borg­inni.“


Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Sól­ey Tóm­as­dótt­ir odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík. Gunn­ar Svan­berg Skula­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert