Niðurgreiðsla hins opinbera á tannlæknaþjónustu sem veitt er án samnings er brot á lögum, að því er ráðgjafahópur velferðarráðherra telur. Hópurinn segir að leita þurfi allra leiða til að samningar takist og skorti til þess lagaforsendur verði Alþingi að beita sér fyrir nauðsynlegum lagabreytingum.
Ekki hafa verið í gildi samningar milli sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands í tæp tvö ár, en ríkið greiðir hlut í kostnaði sjúklinga á grundvelli undanþágu sem veitt er með reglugerð.
Ráðgjafarhópurinn segir þetta óviðunandi því þannig sé uppbyggingu heilbrigðiskerfisins breytt í grundvallaratriðum án atbeina löggjafans. Ráðgjafarhópurinn telur samningsleysið veikja réttarstöðu sjúklinga og leiða til óvissu og óöryggis.