Skiptar skoðanir innan stjórnlagaráðs um frumvarp

Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, með nokkrum ráðsmönnum.
Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs, með nokkrum ráðsmönnum. mbl.is/Sigurgeir S.

Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir að skiptar skoðanir séu um það innan stjórnlagaráðs hvort frumvarpið sem það skilaði af sér sé endanlegt eða hvort það þarfnist frekari vinnu.

Nokkrir lögfræðingar voru fengnir til að skoða frumvarpið og munu ljúka störfum í lok þessa mánaðar. „Mér hefði hins vegar fundist skynsamlegast að þeirri vinnu lyki áður en frumvarp stjórnlagaráðs er lagt í hendurnar á þjóðinni. Það væri að mínu viti eðlilegur framgangsmáti. Við sögðum þetta strax eftir að við skiluðum frumvarpinu og það eru fjórtán mánuðir síðan. Alþingi ákvað hins vegar ekki fyrr en í júní að skipa hóp til að fara yfir frumvarpið,“ segir Salvör í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Sérstök lengd umræða verður á Alþingi á fimmtudag um tillögur stjórnlagaráðs sem kosið verður um á laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert