Tekur ekki þátt í umræðu um „úrræðaleysi“

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði þing ASÍ í dag.
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpaði þing ASÍ í dag. Morgunblaðið/Eggert

Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðaráðherra sagði á þingi ASÍ dag að hann vildi ekki taka þátt í umræðu sem gegni út á ásak­an­ir um svik­in lof­orð, úrræðal­eysi og koma sök yfir á ein­hvern ann­an. Rík­is­stjórn­in sé að leita lausna með hags­muni al­menn­ings að leiðarljósi.

„Ég er ráðherra í rík­is­stjórn sem í orðum sumra ein­kenn­ist af „úrræðal­eysi og aðgerðal­eysi“, „svík­ur öll gef­in lof­orð“ og „huns­ar vilja verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og at­vinnu­rek­enda“,“ sagði Guðbjart­ur.

„Ég ætla ekki að taka þátt í umræðu af þess­um toga, að reyna að koma sök á ein­hverja aðra en þá rík­is­stjórn sem ber ábyrgð á stjórn lands­ins, þó ég verði að biðja alla um að rifja upp í hug­an­um við hvernig búi rík­is­stjórn­in tók vorið 2009.

Ég tel að styrk­leiki rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi verið að leita leiða, leita lausna, með hags­muni al­menn­ings að leiðarljósi.

Mark­miðin voru skýr, að ná tök­um á rík­is­rekstr­in­um, ná þar jöfnuði. Mark­miðið var að búa þannig í hag­inn að við gæt­um end­ur­reist nýtt og betra sam­fé­lag, breytt vöxt­um í vel­ferð, þar sem al­manna­hags­mun­ir yrðu tekn­ir fram yfir sér­hags­muni, þar sem ört vax­andi ójöfnuður er stöðvaður og jafn­rétti og jöfnuður í sam­fé­lag­inu auk­inn, nokkuð sem á að vera og er sam­eig­in­legt hags­muna­mál stjórn­valda og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og al­mennt með góðu sam­starfi við stétt­ar­fé­lög.

Guðbjart­ur sagði að ekki lægju enn fyr­ir til­lög­ur varðandi bóta­rétt þeirra sem hafa verið at­vinnu­laus­ir leng­ur en þrjú ár.

Óþarfi að styrkja fisk­vinnsl­una

Hann ræddi síðan um ákvæði fjár­laga­frum­varps­ins um að hætta styrk­greiðslum úr At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði til fisk­vinnsl­unn­ar vegna hrá­efn­is­skorts. „Þær regl­ur sem um slíkt gilda eru barn síns tíma og tóku mið af allt ann­arri stöðu inn­an sjáv­ar­út­vegs og fisk­vinnslu en nú er uppi í þeirri öfl­ugu grein. Aðgengi að hrá­efni hef­ur orðið allt annað og betra með til­komu fisk­markaða og at­vinnu­grein­in sem áður þurfti á stuðningi stjórn­valda að halda er nú öfl­ug, sterk og skil­ar góðum hagnaði.

Því skýt­ur það skökku við að verja ár­lega hundruðum millj­óna af al­manna­fé til að greiða niður launa­kostnað í fisk­vinnslu­fyr­ir­tækj­um, sem sum hver stunda bæði út­gerð og vinnslu og skila millj­arðar­hagnaði til eig­enda sinna. Þessu verður að breyta. Í því ferli er hins veg­ar mik­il­vægt að virða ramma gild­andi kjara­samn­inga og gæta að rétt­ar­stöðu fisk­vinnslu­fólks. Eðli­legt er að lög, regl­ur og kjara­samn­ing­ar inn­an fisk­vinnsl­unn­ar lúti sömu lög­mál­um og al­mennt ger­ist á ís­lensk­um vinnu­markaði.

Viðræður milli stjórn­valda, Starfs­greina­sam­bands­ins og Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva eru í gangi og von­ast ég eft­ir niður­stöðu í þeim fyr­ir af­greiðslu fjár­laga,“ sagði Guðbjart­ur.

Ræða vel­ferðarráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert