Hálkublettir eru víða á fjallvegum að sögn Vegagerðarinnar, þar á meðal á Holtavörðuheiði, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði.
Um norðvestanvert landið er hálka á Þverárfjalli og í Vatnsskarði, en hálkublettir í Langadal og áleiðis til Skagastrandar.
Norðaustanlands eru hálkublettir í Víkurskarði, Hólaheiði og víðar og hálka á Mývatnsheiði, Hólasandi og í Mývatnsöræfum.
Á austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum og Fjarðarheiði. Þá eru hálkublettir á Vopnafjarðarheiði, Fagradal, Breiðdalsheiði og Öxi.
Vegagerðin biður vegfarendur að vera vakandi fyrir hugsanlegri hálku nú í morgunsárið þar sem ekki er hægt að útiloka að hálka leynist víðar en hér er talið.