Vöggugjöf og eignaupptökuskattur

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Fátt er gleðilegra en fæðing barns. En það er skuggi yfir gleðinni. Um leið og barn fæðist er hengd­ur á það þung­ur skulda­baggi sem að óbreyttu mun þyngj­ast eft­ir því sem barnið eld­ist“, seg­ir Óli Björn Kára­son í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Við sem eldri erum höf­um ákveðið að færa barn­inu 2,4 millj­óna króna skuld í vöggu­gjöf vegna þess að við lif­um um efni fram, seg­ir Óli Björn. Við höf­um ekki treyst okk­ur til að taka til og neita okk­ur um ým­is­legt sem við höf­um ekki efni á. Okk­ur finnst þægi­legra að senda reikn­ing­inn til kom­andi kyn­slóða.

Í grein sinni seg­ir Óli Björn m.a.:„Frá því að sitj­andi rík­is­stjórn, sem kenn­ir sig við nor­ræna vel­ferð, tók við völd­um hafa verið gerðar yfir 100 breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu. Skatt­ar hækkaðir og nýir lagðir á. Rétt­læti og sann­girni hef­ur ekki verið í för með rík­is­stjórn­inni. Búið er að rústa skatt­kerf­inu og inn­leiða ein­hvern rang­lát­asta skatt sem þekk­ist“.

Óli Björn seg­ir að skatt­heimtumaður­inn fylg­ist vel með. Hann mæti við vöggu hvít­voðungs­ins til að af­henda hon­um skulda­bagga og trufl­ar síðan ró­legt ævikvöld gam­alla hjóna með því að krefja þau um hluta þess sem þau hafa eign­ast á langri ævi.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka