Borðaði hafragraut undir stýri

Best er að borða hafragrautinn við borð - ekki í …
Best er að borða hafragrautinn við borð - ekki í bíl. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ekki er öll vit­leys­an eins, seg­ir í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar um að í morg­un hafi sést til öku­manns borða graut, að því er virðist hafra­graut, und­ir stýri.

Það var held­ur und­ar­leg sjón sem blasti við öku­manni á gatna­mót­um Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar í morg­un. Viðkom­andi var að bíða eft­ir grænu ljósi til að geta haldið för sinni áfram þegar hon­um var litið inn í bíl­inn við hliðina. Í öku­manns­sæt­inu var karl um þrítugt og í aft­ur­sæti bif­reiðar­inn­ar var barn. Bæði ökumaður­inn og barnið voru með viðeig­andi ör­ygg­is­búnað og því ekk­ert út á það að setja, en það var hins veg­ar hátt­erni öku­manns­ins sem vakti at­hygli.

Sá virðist hafa verið eitt­hvað seinn fyr­ir því maður­inn var að borða graut und­ir stýri að sögn þess sem til­kynnti málið til lög­reglu, en full­yrt var að um hafra­graut hafi verið að ræða.

„Það er að sjálf­sögðu ekki lög­brot að borða hafra­graut enda er hann bæði holl­ur og góður, en betra er að gera það í eld­hús­inu heima eða á kaffi­stof­unni í vinn­unni,“ seg­ir í frétt frá lög­regl­unni.

 Sama gild­ir um flest annað enda eiga öku­menn að hafa hug­ann við akst­ur­inn þegar út í um­ferðina er komið. Þess má geta að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu var hinn svangi ökumaður með hafra­graut­inn í ein­hvers­kon­ar skál og notaði síðan skeið til að skófla hon­um upp í sig. Það má líka koma fram að hinn sami hélt áfram að borða graut­inn sinn eft­ir að græna ljósið kviknaði og því átti borðhaldið sér einnig stað meðan á akstr­in­um stóð. Skrán­ing­ar­núm­er bíls­ins fylgdi ekki með til­kynn­ing­unni og því hef­ur lög­regl­an ekki náð að ræða við mann­inn með hafra­graut­inn. Lesi hann hins veg­ar þetta er maður­inn beðinn um að láta svona at­vik ekki end­ur­taka sig enda get­ur það skapað hættu í um­ferðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert