Jólin komin í verslanir

Stórverslanir á höfuðborgarsvæðinu eru í óðaönn að koma jólavörum fyrir í hillum sínum. Mbl. leit inn í Blómavali, Debenhams og IKEA í dag þar sem orðið er jólalegt um að litast, mest ber á jólaskrauti sem virðist vera það fyrsta sem kaupendur huga að í aðdraganda jóla en í dag eru 66 dagar til jóla.

Sú var tíðin að einn helsti fyrirboði jólanna var þegar jólasveinar voru settir upp í glugganum á verslun Rammagerðarinnar í Hafnarstræti. Yfirleitt gerðist það í byrjun nóvember. Nú er þó öldin önnur og í dag, 18. október, er víða orðið jólalegt um að litast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert