Óréttlæti gagnvart landsbyggðinni

Einar K. Guðfinnsson,
Einar K. Guðfinnsson, mbl.is

Verði tillögur Stjórnlagaráðs um breytta kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulag samþykktar verða aðeins ellefu þingmenn á Alþingi af landsbyggðinni. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og segir það ójafnræði sem ekki hefur sést fyrr á lýðveldistímanum.

Einar minntist á þetta í umræðu um stjórnlagaráðskosningarnar á Alþingi í dag en ritaði einnig pistil á vefsvæði sitt. Þar segir hann, að ef jafna ætti vægi atkvæða þyrfti að færa sex þingmenn sem nú eru kjörnir úr landsbyggðakjördæmum á höfuðborgarsvæðið. „Tillögur Stjórnlagaráðs fela það ekki í sér. Þær tillögur gera ráð fyrir að þingmenn verði 63, en að einvörðungu 11 þeirra kæmu úr landsbyggðakjördæmunum.“

Hann segir brýnt að fólk geri sér grein fyrir þessu og að spurningin um jöfnun atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag villandi. „Í raun er engin innistæða fyrir þessari spurningu. Hér er nefnilega verið að vísa í tillögu Stjórnarráðs, sem felur ekki í sér jafnt vægi atkvæða. þvert á móti. [...] Það mun hins vegar búa til nýtt ójafnræði af stærðargráðu sem ekki hefur fyrr sést á lýðveldistímanum, auka átök í þjóðfélaginu og skapa óréttlæti gagnvart landsbyggðinni sem verður algjörlega ólíðandi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert