Óréttlæti gagnvart landsbyggðinni

Einar K. Guðfinnsson,
Einar K. Guðfinnsson, mbl.is

Verði til­lög­ur Stjórn­lagaráðs um breytta kjör­dæma­skip­an og kosn­inga­fyr­ir­komu­lag samþykkt­ar verða aðeins ell­efu þing­menn á Alþingi af lands­byggðinni. Þetta seg­ir Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, og seg­ir það ójafn­ræði sem ekki hef­ur sést fyrr á lýðveld­is­tím­an­um.

Ein­ar minnt­ist á þetta í umræðu um stjórn­lagaráðskosn­ing­arn­ar á Alþingi í dag en ritaði einnig pist­il á vefsvæði sitt. Þar seg­ir hann, að ef jafna ætti vægi at­kvæða þyrfti að færa sex þing­menn sem nú eru kjörn­ir úr lands­byggðakjör­dæm­um á höfuðborg­ar­svæðið. „Til­lög­ur Stjórn­lagaráðs fela það ekki í sér. Þær til­lög­ur gera ráð fyr­ir að þing­menn verði 63, en að ein­vörðungu 11 þeirra kæmu úr lands­byggðakjör­dæmun­um.“

Hann seg­ir brýnt að fólk geri sér grein fyr­ir þessu og að spurn­ing­in um jöfn­un at­kvæða í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni á laug­ar­dag vill­andi. „Í raun er eng­in inni­stæða fyr­ir þess­ari spurn­ingu. Hér er nefni­lega verið að vísa í til­lögu Stjórn­ar­ráðs, sem fel­ur ekki í sér jafnt vægi at­kvæða. þvert á móti. [...] Það mun hins veg­ar búa til nýtt ójafn­ræði af stærðargráðu sem ekki hef­ur fyrr sést á lýðveld­is­tím­an­um, auka átök í þjóðfé­lag­inu og skapa órétt­læti gagn­vart lands­byggðinni sem verður al­gjör­lega ólíðandi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert