Samfylkingin „urraði“ á VG

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Ein­ar K. Guðfinns­son alþing­ismaður sakaði and­stæðinga aðild­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu inn­an VG um að fylgja orðum sín­um ekki eft­ir. Það hefði dugað Sam­fylk­ing­unni að „urra“ á þá.

Ein­ar vísaði til yf­ir­lýs­inga ráðherra VG frá því í ág­úst um að end­ur­skoða þyrfti aðild­ar­viðræðurn­ar við ESB. Þá hefði því verið lýst yfir að end­ur­meta þyrfti málið. Ein­ar spurði Ögmund Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra hvort þessu end­ur­mati væri lokið?

Ögmund­ur minnti Ein­ar á að þeir væru sam­mála í þessu máli. Báðir væru and­snún­ir aðild og vildu fá niður­stöðu í málið sem fyrst. Hann gagn­rýndi Ein­ar fyr­ir að reyna að sundra sam­stöðu þeirra í mál­inu.

„Ég er fylgj­andi því að slíkt end­ur­mat fari fram og hef vakið máls á því og tekið upp slíka umræðu  inn­an þess stjórn­mála­flokks sem ég til­heyri, Vinstri­hreyf­ing­unni grænu fram­boði. Umræðan hef­ur að sönnu staðið yfir um all­langt skeið. Hún hef­ur ekki verið nægi­lega mark­viss að mínu mati,“ sagði Ögmund­ur og bætti við að þessu end­ur­mati væri ekki lokið.

Ögmund­ur sagði að við gæt­um ekki farið með þetta mál inn í næsta kjör­tíma­bil. Skuld­bind­ing um þetta mál næði aðeins til þessa kjör­tíma­bils.

Ein­ar sagði greini­legt á svör­um Ögmund­ar að yf­ir­lýs­ing­ar hans og annarra ráðherra VG í sum­ar um end­ur­mat hefðu aðeins verið „til heima­brúks“.

Ögmund­ur svaraði og sagði: „Marg­ur held­ur mig sig“.

Einar Kristinn Guðfinnsson
Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son mbl.is/Þ​or­vald­ur Örn Krist­munds­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert