Vilhjálmur Bjarnason, lektor og framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Vilhjálmur býður sig fram í eitthvert efstu sætanna, frá 1.–6.
Vilhjálmur er sextugur hagfræðingur, lauk námi í hagfræði frá Háskóla Íslands og framhaldsnámi frá Rutgers háskóla í New Jersey. Vilhjálmur hefur starfaði á fjármálamarkaði í 25 ár en hefur fengist við kennslu í framhaldsskóla og háskóla í 20 ár auk þess sem hann hefur stjórnað Samtökum fjárfesta frá árinu 2000.
Vilhjálmur hefur sérhæft sig í starfsemi fjármálamarkaða, auk þess sem hann hefur fjallað um atvinnu- og menningarmál í ræðu og riti.
Málefni og kjör fatlaðra eru Vilhjálmi einnig hugleikin.
Vilhjálmur var meðal annars útibústjóri Útvegsbanka Íslands í Vestmannaeyjum á erfiðum tíma á árunum frá 1980 – 87.
Frá því fjármálakerfi landsins hrundi hefur Vilhjálmur fjallað um hrunið í fjölmiðlum, auk þess sem hann hefur veitt rannasóknarnefndum um hrun banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs margvísilegar upplýsingar.
Vilhjálmur var kjörinn félagsmaður ársins í félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga árið 2009.
Vilhjálmur hefur tekið þátt í spurningaleiknum Útsvar frá því þátturinn hófst árið 2006 og keppt fyrir Garðabæ. Vilhjálmur hefur tekið þátt í 20 þáttum og unnið 17 sinnum. Vilhjálmur var í sigurliði Garðabæjar árið 2010.
Vilhjálmur er kvæntur Auði Maríu Aðalsteinsdóttur, bókaverði, og eiga þau tvær dætur