Vill breytingar þó að þjóðin segi nei

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að þó að kjós­end­ur hafni því að leggja til­lög­ur stjórn­lagaráðs til grund­vall­ar end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar úti­loki það ekki að gerðar verði af­markaðar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni fyr­ir næstu þing­kosn­ing­ar. Krossi fólk við já sé einnig hugs­an­legt að efn­is­leg­ar breyt­ing­ar verði gerðar á til­lög­un­um.

Þetta kom fram í sér­stakri umræðu um stjórn­ar­skrár­málið sem fór fram á Alþingi í dag. Máls­hefj­andi var Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og til andsvara var Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra. Þjóðar­at­kvæðagreiðslan fer fram um næstu helgi, en í henni er spurt hvort kjós­end­ur vilji leggja til­lög­ur stjórn­lagaráðs til grund­vall­ar við gerð nýrr­ar stjórn­ar­skrá. Einnig er spurt um fimm til­tek­in atriði sem er að finna í til­lög­um ráðsins.

Heild­ar­end­ur­skoðun óþörf

Bjarni sagði við umræðuna að í gegn­um árin hefðu breyt­ing­ar á stjórn­skip­un­ar­lög­um verið gerðar í sátt. Þegar ekki hefði náðst sátt hefðu verið stig­in smærri skref af yf­ir­veg­un.

Bjarni sagði að nú væri lagt upp með til­lög­ur stjórn­lagaráðs á þann hátt að annaðhvort tækju þær gildi eða það yrðu eng­ar breyt­ing­ar gerðar. Bjarni sagði að það væri óþarfi að taka stjórn­skrána til heild­ar­end­ur­skoðunar enda hefði hún reynst vel. Þetta mál hefði vakið deil­ur og ósætti en ekki sam­einað þjóðina.

Bjarni tók fram að gagn­rýni sín sner­ist ekki um til­lög­ur stjórn­lagaráðs held­ur um Alþingi og hvernig það hefði haldið á mál­inu eft­ir að til­lög­urn­ar voru lagðar fram. Það væri fyr­ir löngu tíma­bært að þingið tæki málið til efn­is­legr­ar meðferðar. Þar kæmu til­lög­ur stjórn­skip­un­ar­ráðs að góðum not­um.

Hand­ar­baks­vinnu­brögð Alþing­is

Bjarni sagði að aðal­atriði máls­ins væri að til­lög­ur stjórn­lagaráðs væru ekki tæk­ur grunn­ur að nýrri stjórn­ar­skrá Íslend­inga. Hann sagði að það væri hand­ar­baks­vinnu­brögð og fúsk af hálfu þings­ins að leggja málið und­ir þjóðina á þessu stigi. Þessi vinnu­brögð væru á ábyrgð stjórn­ar­flokk­anna. Bjarni benti á að Sal­vör Nor­dal, formaður stjórn­lagaráðs, hefði gagn­rýnt málsmeðferðina. Hún hefði sagt að þingið hefði átt að fjalla um það efn­is­lega áður en málið væri lagt fyr­ir þjóðina.

Bjarni sagði ekki rétt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri á móti því að ákvæði um auðlind­ir færu í stjórn­ar­skrá. Deil­an stæði um inn­tak ákvæðis­ins og eins væri hug­takið þjóðar­eign merk­ing­ar­laust. Nú væru hins veg­ar kjós­end­ur sett­ir í þá erfiðu stöðu að ákveða hvort já þýddi samþykki um út­færslu stjórn­ar­lagaráðs eða hvort það þýddi að hægt væri að gera breyt­ing­ar á ákvæðinu. Hann sagði að með því að stilla mál­inu upp með þess­um hætti væri verið að búa til ágrein­ing.

Bjarni hvatti kjós­end­ur til að mæta á kjörstað og hafna til­lög­unni. Taka ætti til­lög­ur stjórn­lagaráðs inn til þings­ins og ræða þær efn­is­lega.

Ein­stakt tæki­færi

Jó­hanna sagði þessi þjóðar­at­kvæðagreiðslan væri mik­il­vægt tæki­færi fyr­ir þjóðina og ekki væri víst að annað eins tæki­færi gæf­ist í ná­inni framtíð.

Jó­hanna sagði að stjórn­ar­skrá­in hefði árið 1944 verið sett til bráðabirgða. Það nægði að lesa um­mæli Sveins Björns­son­ar, fyrr­ver­andi for­seta Íslands, til að sann­fær­ast um það.

Jó­hanna sagði að Alþingi hefði margoft brugðist í því verki að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána. Það væri því fagnaðarefni að Alþingi hefði samþykkt 2010 að fela sér­stöku stjórn­lagaþingi að semja drög að nýrri stjórn­ar­skrá.

Vek­ur von­ir um nýtt lýðveldi

Jó­hanna sagði að til­lög­ur stjórn­lagaráðs vektu von­ir um að til yrði nýtt lýðveldi á Íslandi. „Heild­stæðar til­lög­ur stjórn­lagaráðs að nýrri stjórn­ar­skrá  fyr­ir ís­lenska þjóð sem samþykkt­ar voru ein­róma af ráðinu vekja von­ir um nýtt og betra lýðveldi. Lýðveldi sem skap­ast af djúpri virðingu fyr­ir  mann­rétt­ind­um, fyr­ir nátt­úru og líf­ríki lands­ins, lýðveldi þar sem al­manna­hags­mun­ir eru sett­ir ofar einka­hags­mun­um og auðlind­ir lands og sjáv­ar, sem ekki eru í einka­eign, eru lýst­ar þjóðar­eign. Lýðveldi þar sem fólkið sjálft get­ur haft raun­veru­leg áhrif um mál­efni líðandi stund­ar, lýðveldi þar sem leik­regl­ur lýðræðis og hlut­verk ólíkra hand­hafa rík­is­valds er skýrt af­markað.“

Hægt að gera breyt­ing­ar á til­lög­un­um

Jó­hanna skoraði á kjós­end­ur að mæta á kjörstað og segja já við til­lög­un­um.

„Gefið er í skyn að ef samþykkt verður að leggja til­lög­urn­ar til grund­vall­ar nýrri stjórn­ar­skrá megi ekki við neinu hrófla sem þar stend­ur við þing­lega meðferð máls­ins. Þetta er vita­skuld ekki rétt. Verði niðurstaða þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar já­kvæð mun frum­varpið verða lagt fyr­ir Alþingi til efn­is­legr­ar um­fjöll­un­ar og af­greiðslu. Í því þing­lega ferli kunna breyt­ing­ar að verða gerðar eins og raun­ar kem­ur skýrt fram á kjör­seðlin­um sjálf­um. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd ALþing­is hef­ur þegar falið nefnd sér­fræðinga að yf­ir­fara til­lög­ur stjórn­lagaráðs með hliðsjón af laga­tækni­leg­um atriðum, innra sam­ræmi og orðalagi. Efn­is­leg­ar breyt­ing­ar munu einnig koma til álita, séu færðar fyr­ir þeim efn­is­leg rök og ef slíkt reyn­ist nauðsyn­legt til að taka til­lit til niður­stöðu at­kvæðagreiðslunn­ar um aðrar spurn­ing­ar sem upp eru born­ar. Vald Alþing­is til að gera slík­ar breyt­ing­ar verður ekki ve­fengt.“

Útil­ok­ar ekki breyt­ing­ar þó að til­lög­un­um verði hafnað

Jó­hanna sagði að menn yrðu að una við þá ákvörðun sem kæmi út úr þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. Nei­kvæð niðurstaða myndi ekki breyta því að þörf væri á heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Hún sagðist ótt­ast að mörg ár eða ára­tug­ir myndu líða áður en slík heild­ar­end­ur­skoðun myndi eiga sér stað.

„Nei­kvæð niðurstaða úti­lok­ar ekki að til­tekn­ar af­markaðar breyt­ing­ar yrðu gerðar á stjórn­ar­skránni fyr­ir næstu alþing­is­kosn­ing­ar í sam­ræmi við af­stöðu þjóðar­inn­ar til hinna fimm spurn­inga sem jafn­framt verða born­ar upp í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni,“ sagði Jó­hanna.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert