Nemendum í HÍ fjölgað um 47% á fimm árum

Háskóli Íslands. Háskóli Íslands , aðalbygging , húsið að utan …
Háskóli Íslands. Háskóli Íslands , aðalbygging , húsið að utan mynd 1b , skyggna úr safni , fyrst birt 19971022 Kristinn Ingvarsson

Samkvæmt tölum á vef Háskóla Íslands hefur nemendum við skólann fjölgað um 47% á rúmum fimm árum. Háskólanemum fjölgaði um 9% á landinu í heild á árunum 2007-2011 samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Á haustönn árið 2007 voru skráðir 9.786 nemendur í HÍ. Fjöldi nemenda var orðinn 14.422. Það er aukning upp á 4.636 nemendur sem jafngildir um 47% fjölgun .

Fjöldi nemenda

Ár                                         Haustönn             Vorönn
2011-2012                           14.014                  14.422
2010-2011                           13.981                  14.212
2009-2010                           12.236                  13.640
2008-2009                           12.236                  13.640
2007-2008                           9786                     10.097

9% fjölgun nemenda á landinu í heild

Samkvæmt tölum á vef Hagstofunnar voru 17.728 nemendur skráðir í háskóla á landinu öllu á haustönn 2007. 19.334 nemendur voru skráðir til náms á háskóla- og doktorsstigi á Íslandi á haustönn árið 2011.  Það er fjölgun upp á 1606 nemendur og þýðir það að háskólanemendum hefur fjölgað um 9% á landinu í heild.

Ekki liggja fyrir tölur um heildarfjölda nemenda á landinu öllu árið 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert