Óttast annað hrun

Eva Joly helgar sig starfi gegn spillingu í heiminum.
Eva Joly helgar sig starfi gegn spillingu í heiminum. mbl.is/Árni Sæberg

Eva Joly hef­ur áhyggj­ur af öðru fjár­mála­hruni og seg­ir banka- og fjár­mála­menn í heim­in­um ekk­ert hafa lært af krepp­unni og að risa­vaxn­ir bónus­ar séu aft­ur orðnir að veru­leika.

Hún vill að þak verði sett á laun í fjár­mála­geir­an­um og tel­ur stjórn­mála­menn ekki gera sér grein fyr­ir al­var­leika mála. Hún mun í dag halda fyr­ir­lest­ur í Silf­ur­bergi í Hörpu um krepp­una í banka- og fjár­mála­heim­in­um.

„Við vit­um að við þurf­um að aðskilja fjár­fest­inga­banka og viðskipta­banka. Við þurf­um lýðræðis­lega stjórn á fjár­magni. Við þurf­um að skilja að þessi viðskipti eru í gangi vegna okk­ar sparnaðar og við get­um sagt [við banka­menn­ina] að við vilj­um að bank­arn­ir fjár­festi með sjálf­bær­um hætti, til dæm­is í bygg­ing­um og heim­il­um. Að við vilj­um ekki að þeir kaupi skáldaða samn­inga,“ seg­ir Joly í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert