Óvíst um áhrif fyrir óskilvísa

Íslandsbanki við Kirkjusand.
Íslandsbanki við Kirkjusand. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þrátt fyrir að dómur Hæstaréttar í gær um ólögmæt gengislán víki fordæmisgildi fyrri dóms um sama mál á enn eftir að fá leyst úr nokkrum álitaefnum. Í báðum tilvikum voru lántakendur nefnilega í skilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Bankinn segir ljóst að dómurinn skýri með hvaða hætti lán skuli endurreiknuð en þó þurfi að fá leyst úr því hvernig á að endurreikna þau lán sem ekki hafa verið í skilum. Það sé nauðsynlegt til að geta lokið endanlegum endurútreikningi.

Þá áréttar bankinn að lántakendur fyrrigeri ekki mögulegum betri rétti sínum þó svo þeir haldi áfram að greiða af lánunum, eftir þeim greiðsluseðlum sem sendir eru út. Fullt tillit verði tekið til þess við leiðréttingu eftirstöðva.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert