Þing ASÍ felldi tillögu um séreign

Þingi ASÍ lýkur í dag.
Þingi ASÍ lýkur í dag. Morgunblaðið/Eggert

Þing ASÍ felldi í dag til­lögu stjórn­ar og trúnaðarmannaráði Verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar Akra­ness um að fyr­ir­huguð hækk­un iðgjalds í líf­eyr­is­sjóð fari í sér­eigna­sjóði. Til­lag­an var felld með 60 at­kvæðum gegn 162.

Þegar Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og ASÍ gerðu kjara­samn­ing á síðasta ári fylgdi með yf­ir­lýs­ing um líf­eyr­is­mál þar sem mörkuð er sú stefna að hækka skuli iðgjald í líf­eyr­is­sjóðum úr 11,5% í 15,5% á ár­un­um 2014-2021. Mark­miðið með þessu er að jafna líf­eyr­is­rétt­inda á al­menn­um markaði við rétt­indi op­in­berra starfs­manna.

Verka­lýðsfé­lag Akra­ness hef­ur lagt fram til­lögu um að hækk­un iðgjalds­ins um 3,5 pró­sentu­stig fari allt í sér­eigna­sjóði. 

Tals­vert mikl­ar umræður urðu um til­lög­una.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert