Þing ASÍ felldi í dag tillögu stjórnar og trúnaðarmannaráði Verkalýðshreyfingarinnar Akraness um að fyrirhuguð hækkun iðgjalds í lífeyrissjóð fari í séreignasjóði. Tillagan var felld með 60 atkvæðum gegn 162.
Þegar Samtök atvinnulífsins og ASÍ gerðu kjarasamning á síðasta ári fylgdi með yfirlýsing um lífeyrismál þar sem mörkuð er sú stefna að hækka skuli iðgjald í lífeyrissjóðum úr 11,5% í 15,5% á árunum 2014-2021. Markmiðið með þessu er að jafna lífeyrisréttinda á almennum markaði við réttindi opinberra starfsmanna.
Verkalýðsfélag Akraness hefur lagt fram tillögu um að hækkun iðgjaldsins um 3,5 prósentustig fari allt í séreignasjóði.
Talsvert miklar umræður urðu um tillöguna.