Tillaga sem verður að fella

Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

„Það er í ætt við annað að rík­is­stjórn­in, sem ít­rekað neitaði að láta fara fram þjóðar­at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve-samn­ing­ana sem hún gerði við Breta og Hol­lend­inga og sem neitaði að láta fara fram þjóðar­at­kvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, ætli nú að stefna lands­mönn­um til at­kvæðagreiðslu um eigið gælu­mál, at­lög­una að stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins“, seg­ir Bergþór Ólason, fjár­mála­stjóri, í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Þar seg­ir Bergþór að þjóðin, sem rík­is­stjórn­in vildi ekki að fengi að kjósa um grafal­var­leg mál, fær nú náðarsam­leg­ast að taka þátt í „ráðgef­andi kosn­ingu" um til­lög­ur, sem ekki hafa einu sinni verið lagðar fram á þingi og hafa hvergi fengið raun­veru­lega um­fjöll­un.

Í grein sinni seg­ir Bergþór m.a.: „En þó skilj­an­legt sé að menn sýni þessu brölti stjórn­valda áhuga­leysi sitt í verki með því að sitja heima, og að und­ir öll­um venju­leg­um kring­um­stæðum væri slíkt nægi­legt til að horfið yrði frá van­hugsuðum bylt­ing­ar­tilraun­um á stjórn­skip­an­inni, þá er ekki þar með sagt að óhætt sé að sitja heima að þessu sinni. Það eru ekk­ert venju­leg­ir vald­haf­ar sem nú halda um stjórn­artaum­ana. Ráðamenn, sem sitja sem fast­ast þrátt fyr­ir að hafa þegar beðið auðmýkj­andi ósig­ur í tveim­ur þjóðar­at­kvæðagreiðslum – en til beggja var stofnað í mik­illi óþökk vald­haf­anna – munu gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til að túlka úr­slit­in á laug­ar­dag­inn sér og gælu­verk­efni sínu í hag, en þjóðinni og stjórn­ar­skránni í óhag“.

,

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka