„Ýmsir áróðursmenn fyrir tillögum stjórnlagaráðs hafa að undanförnu látið eins og eina leiðin til að koma í gegn einhverjum breytingum á stjórnarskránni sé að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs eins og þær liggja nú fyrir“, segir Birgir Ármannsson, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu í dag. Er með því gefið í skyn , segir Birgir, að þeir sem mikinn áhuga hafa á að breyta einhverju í stjórnarskránni, kannski bara einu, tveimur eða þremur atriðum, eigi ekki annarra kosta völ en samþykkja allan pakkann. Annars muni ekkert gerast. Auðvitað er ekkert fjær sanni.
Í lok greinar sinnar segir þingmaðurinn: „Það er því býsna bratt hjá ákveðnum hópi þeirra sem sátu í stjórnlagaráði, og þingmönnum Samfylkingar og VG að hvetja fólk til að segja já við fyrstu spurningunni á laugardaginn. Þegar kjósendur eru þannig beðnir um að samþykkja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá er hreinlega verið að biðja þá að skrifa upp á óútfylltan víxil.