67% sagt já á landsvísu

Talning í Ráðhúsinu.
Talning í Ráðhúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Talningu atkvæða vegna fyrstu spurningar í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga miðar vel og eru úrslitin þar svo gott sem ráðin. Um 67% sögðu já við því að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Ekki er búið að telja öll atkvæði í öllum kjördæmum. Því er þó lokið t.d. í Reykjavík suður þar sem 71,1% sagði já. Þegar búið var að telja 66% atkvæða í Reykjavík norður höfðu 73,7% sagt já.

Kjörseðilinn.
Kjörseðilinn. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert