Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi var 19,6% um miðjan dag en þá höfðu 12.258 manns kosið. Það er töluvert minna en í kosningum undanfarin ár.
Í forsetakosningum í júní 2012 höfðu á sama tíma 16.838 kosið eða 27,1% og í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2011 höfðu 18.896 kosið eða 31,2%. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2010 hafði þá 18.791 kosið eða 31,7% og í þingkosningunum árið 2009 höfðu 21.095 kosið eða 36,2%.