Kosning fer rólega af stað

Fólk tók daginn snemma og kaus í Laugardalshöllinni.
Fólk tók daginn snemma og kaus í Laugardalshöllinni. mbl.is/Árni Sæberg

Klukkan 10 í morgun höfðu 1.034 manns kosið í Reykjavík í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Það er nokkru minni kjörsókn en á sama tíma í kosningu til stjórnlagaþings árið 2010.

Kl. 10 höfðu 479 kosið í Reykjavík norður eða 1,06%. Á sama tíma árið 2010 í kosningum um fulltrúa til stjórnlagaþings höfðu 1,36% kosið. Ef miðað er við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave í fyrra var kjörsókn í Reykjavík norður kl. 10 að morgni kjördags 2,28%.

„Þetta fer rólega af stað,“ segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður.

Í Reykjavík suður höfðu 555 kosið kl. 10 eða 1,23%. Á sama tíma í kosningu til stjórnlagaþings árið 2010 höfðu 839 kosið eða 1,89%.

Klukkan 10 höfðu 266 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað í Kópavogi. Kjörsókn var þá 1,2%.

Kjörstaðir í Reykjavík og nágrenni voru flestir opnaðir kl. 9 í morgun og verða opnir til kl. 22 í kvöld. Á öðrum stöðum á landinu voru kjörstaðir flestir opnaðir kl. 10.

Frétt mbl.is: Kosning hafin - talningin tímafrek 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert