„Ef Seðlabankinn ætlar að halda áfram að hækka vexti þá sekkur bara hagkerfið. Við getum ekki gert þetta. Þá verður bara farið inn í aðra veltu. Ef við reynum að fara þessa leið með háum vöxtum, sem hvorki fyrirtæki, heimili né ríkissjóður geta ráðið við hlýtur það að enda með einhverjum ósköpum.“
Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alýðusambands Íslands, í fréttaskýringu um stöðu efnahagsmála í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er sú spá þriggja fjármálasérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti fyrir áramót, jafnvel um 0,5%, og bregðast þannig við verðbólguþrýstingi.
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir félagsmenn telja óvissuna í efnahagsmálum meiri en á sama tíma í fyrra.
Ólafur Garðarsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, telur einsýnt að verðbólgan muni auka á skuldavanda margra heimila .