Brotnar rúður og kirkjuklukkur hringdu

Siglufjörður.
Siglufjörður. www.mats.is

„Það er farið að hægjast á þeim en þetta var svakalegt. Ég hef aldrei fundið þá svona marga í einu svona snarpa,“ sagði Þorsteinn Sveinsson á Siglufirði um jarðskjálftahrinuna sem gengið hefur yfir í kvöld.

„Já það brotnuðu rúður hérna í einu húsi og svo hafa munir hrunið úr hillum, ekki hjá mér samt. Maður hefur verið að fylgjast með á netinu.

Fólk er bara logandi hrætt við þetta held ég. Þetta er óþægilegt. Þetta voru svo margir skjálftar. Maður heyrði drunur, svo byrjaði húsið að hristast. Það sagði stelpa að hún hefði heyrt í kirkjuklukkunum,“ sagði Þorsteinn.

Fjölmargir stórir jarðskjálftar hafa verið á Norðurlandi og úti fyrir …
Fjölmargir stórir jarðskjálftar hafa verið á Norðurlandi og úti fyrir Siglufirði í kvöld. Sá stærsti 4,5. Veðurstofan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka