Engar tilkynningar um slys

 Eng­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eign­um vegna jarðskjálfta­hrin­unn­ar sem hófst í gær úti fyr­ir Norður­landi. Stærsti skjálft­inn mæld­ist 5,2 stig og varð hann kl. 1.25 í nótt. Hann fannst um allt Norður­land og víðar. Skjálft­arn­ir eiga upp­tök sín um 20 km norður af Sigluf­irði. Skjálft­an­ir eru svo­kallaðir brota­skjálft­ar og eru ekki und­an­fari elds­um­brota.

Hrin­an hófst skömmu fyr­ir miðnætti og nokk­ur hundruð skjálft­ar hafa mælst. Þessi jarðskjálfta­hrina er fram­hald hrinu sem byrjaði í sept­em­ber, að því er fram kem­ur í upp­lýs­ing­um al­manna­varna.

Jarðskjálft­ar á þessu svæði eru nokkuð al­geng­ir og árin 1996 og 2004 voru svipaðar jarðskjálfta­hrin­ur.  Ekki er hægt að segja fyr­ir um hversu lengi þessi hrina mun standa yfir né er hægt að úti­loka fleiri skjálfta af stærðinni 4 eða hærri.

Fyr­ir þá lands­menn sem búa á eða við þekkt jarðskjálfta­svæði er þetta gott tæki­færi til þess að velta fyr­ir sér hvaða ráðstaf­an­ir er hægt að gera til að draga úr tjóni og minnka lík­ur á slys­um vegna jarðskjálfta.

Á heimasíðu al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra má nálg­ast upp­lýs­ing­ar um ýms­ar varn­ir til að draga úr tjóni og/​eða slys­um í jarðskjálfta, bæði á heim­il­um og vinnu­stöðum.

Varn­ir fyr­ir jarðskjálfta má finna hér.

 Viðbrögð við jarðskjálfta má finna hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka