Er afskaplega stolt af þjóðinni

Jóhanna Sigurðardóttir segist stolt af íslensku þjóðinni að hafa skilað …
Jóhanna Sigurðardóttir segist stolt af íslensku þjóðinni að hafa skilað þinginu þessari niðurstöðu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég er af­skap­lega ánægð með niður­stöðuna og kjör­sókn­ina líka. Ég bjóst við að það yrði minna svo það er fram­ar von­um. Þetta er mjög mik­ill sig­ur fyr­ir lýðræðis­ferlið,“ sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra um niður­stöðurn­ar í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni í Silfri Eg­ils á RÚV í dag.

„Það er kom­in af­ger­andi niðurstaða í mörg stór mál sem Alþingi hef­ur verið að glíma við frá lýðveld­is­stofn­un. Nú stend­ur það upp á okk­ur stjórn­mála­menn­ina að klára þetta ferli. Ég er af­skap­lega stolt af þjóðinni að skila þing­inu þess­ari niður­stöðu,“ sagði Jó­hanna.

Hún sagðist vilja ná sam­stöðu meðal flokk­anna um tím­ann sem vinn­an tæki í þing­inu.

„Ef vilji er fyr­ir hendi ætt­um við að geta náð þessu áður en þingi lýk­ur í vor og þá hefði ég haldið að það væri gott að þá færi málið í ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu sam­hliða þing­kosn­ing­un­um þegar end­an­lega niðurstaðan er kom­in í þessu því ein­hverj­um breyt­ing­um mun þetta hugs­an­lega taka.

Við erum nátt­úr­lega mjög bund­in af þess­ari niður­stöðu sem þarna er feng­in af því að hún er svo af­ger­andi í þess­um mál­um,“ sagði Jó­hanna.

„Við skuld­um þjóðinni að klára þetta mál“

„Ég tel að við get­um komið í veg fyr­ir þetta fari að leys­ast upp í eitt­hvert þras ef við setj­umst niður og ákveðum hvað við tök­um lang­an tíma í þetta ferli. Eitt­hvað get­ur þurft að sitja á hak­an­um í staðinn.

Ég met þetta sem eitt það stærsta mál sem við þurf­um að af­greiða á þing­inu núna og við skuld­um þjóðinni það að klára þetta mál. Við höf­um verið með stjórn­ar­skrá til bráðabirgða í 50-60 ár og það eru skila­boðin frá þjóðinni til okk­ar,“ sagði Jó­hanna.

„Höf­um frem­ur þröngt svig­rúm til að gera nokkr­ar breyt­ing­ar“

„Ég held að við höf­um miðað við þessa niður­stöðu frem­ur þröngt svig­rúm til að gera nokkr­ar breyt­ing­ar. Eft­ir hálf­an mánuð býst ég við að við verðum kom­in með í hend­urn­ar full­búið frum­varp eins og þjóðin, meiri­hluti henn­ar sem tók þátt í at­kvæðagreiðslunni, vill sjá það. Ég tel ekki að þjóðin hafi gefið stjórn­mála­mönn­um mikið svig­rúm til að breyta þeim til­lög­um sem stjórn­lagaráð hef­ur sett fram,“ sagði Jó­hanna.

„Ég vil und­ir­strika það að ég hef í ára­tugi bar­ist fyr­ir því að fá breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá og 1998 flutti ég til­lög­ur um stjórn­lagaþing. Mér þætti það mjög skemmti­legt að stjórn­ar­skrá­in yrði kláruð á meðan ég á sæti á þingi. En það er ekki stóra málið held­ur að koma þessu máli í höfn,“ sagði Jó­hanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert