Fjármálaráðherra: Niðurstaðan afgerandi

Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra segir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sé afgerandi. Um 66% kjósenda vilja að tillögurnar verði grunnur að nýrri stjórnarskrá. Endanleg niðurstaða liggur ekki enn fyrir.

Katrín sagði í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun að sér leiddist þegar fólk færi að tína til hversu margir hefðu ekki kosið og svo framvegis. „Lýðræðið virkar svona, þeir sem mæta á kjörstað og taka afstöðu, sú niðurstaða gildir.“

Hún segist mjög ánægð með kosningaþátttökuna sem er líklega um 49%. Ljóst sé að fólk hafi viljað segja sína skoðun.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að niðurstaðan við fyrstu spurningunni, að byggt verði á tillögunum við gerð nýrrar stjórnarskrár, sé áhugaverð. Hann segist mjög sammála formanni stjórnlagaráðs um nú þurfi að vinna vel úr niðurstöðunum og að þær eigi að nota í umræðu á þinginu. Hann segir að þær spurningar sem lagðar hafi verið fyrir hafi verið þess eðlis að fyrirfram hafi verið vitað hver niðurstaðan yrði. Ekki hafi hentað að spyrja um ákveðna hluti.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert