„Niðurstaðan ansi framsóknarleg“

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir.

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokks, segir í pistli á vefsvæði sínu að gaman sé að sjá hvað niðurstöður kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni í gær séu í miklu samræmi við stefnu og ályktanir Framsóknarflokksins.

Eygló tekur reyndar út fyrir sviga spurningu eitt, um að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar endurskoðun á stjórnarskránni, en segir niðurstöður hinna spurninganna „framsóknarlegar“.

Hún reifar svo niðurstöðurnar og rifjar upp ályktanir flokksþings Framsóknarflokksins frá 2011 auk þess sem kemur fram í kosningastefnuskrá flokksins frá 2009.

„Því er óhætt að fullyrða að niðurstaðan er ansi framsóknarleg,“ segir í lokaorðum Eyglóar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert