Þjónusta upp á líf og dauða

Ef tæki verða ekki endurnýjuð gæti svo farið að í …
Ef tæki verða ekki endurnýjuð gæti svo farið að í sumum tilfellum verði ekki hægt að veita viðeigandi meðferð hér á landi, Eggert Jóhannesson

„Ég held að við séum núna að sjá upp­safnaðan vanda. Þetta er að koma í bakið á okk­ur. Tæk­in verða eldri með hverju ár­inu. Ef þau verða ekki end­ur­nýjuð gæti það farið að hafa meiri áhrif á starf­sem­ina. Ég held að hingað til höf­um við sloppið í stór­um drátt­um, að hluta til er það heppni, að hluta til af því hvað okk­ar starfs­fólk og tækni­menn eru fær að laga og redda hlut­un­um.“

Þetta seg­ir Jón Hilm­ar Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri kvenna- og barna­sviðs á Land­spít­al­an­um.

Lág­ar fjár­veit­ing­ar rík­is­ins til tækja­kaupa á spít­al­an­um und­an­far­inn ára­tug eru nú farn­ar að segja veru­lega til sín. Stöðugar frétt­ir ber­ast af tækj­um sem bila á Land­spít­al­an­um, bæði geisla­tæki spít­al­ans biluðu í sum­ar og eitt af þrem­ur hjartaþræðing­ar­tækj­um spít­al­ans bilaði í síðustu viku. Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu fyr­ir árið 2013 á spít­al­inn að fá 262 millj­ón­ir til tækja­kaupa, er það sama upp­hæð og hann fékk til tækja­kaupa í ár. Björn Zoëga, for­stjóri Land­spít­al­ans, hef­ur sagt að spít­al­inn þurfi minnst 860 millj­ón­ir á næsta ári til að geta end­ur­nýjað það allra nauðsyn­leg­asta. Millj­arður á ári næstu þrjú árin væri þó raun­hæf­ara til að gera spít­al­ann sæmi­lega sjó­fær­an á nýj­an leik.

Um helm­ing­ur fjár­magns til tækja­kaupa síðustu ár var gjafa­fé og seg­ir Jón Hilm­ar að ríkið hafi nán­ast ekki þurft að leggja neitt til Barna­spítala Hrings­ins ára­tug­um sam­an. Vel­unn­ar­ar Barna­spítal­ans, sér­stak­lega kven­fé­lagið Hring­ur­inn, hafi gefið nán­ast öll tæki og búnað. Eins hafi komi mikið gjafa­fé til meðal ann­ars kvenna­deild­ar­inn­ar og hjarta­lækn­inga.

Upp­hæðirn­ar fljót­ar að fara

Umræða um hrak­andi tækja­kost spít­al­ans hef­ur verið áber­andi und­an­farið en varla hef­ur þetta gerst allt í einu?

„Nei, þetta var byrjað löngu fyr­ir hrun. Ríkið hef­ur aldrei sett nógu mikið fjár­magn í tækja­kaup, það hafa þá verið sér­stak­ar fjár­veit­ing­ar ef eitt­hvað hef­ur komið upp á. Þegar sam­ein­ing Borg­ar­spít­al­ans og Land­spít­al­ans varð árið 2000 þá minnkaði upp­hæðin. Nýi sam­einaði spít­al­inn fékk ekki sam­tals það fjár­magn til nota sem spít­al­arn­ir tveir höfðu fengið held­ur var minna veitt til þeirra. Síðan þá hef­ur upp­hæðin verið of lág og farið lækk­andi að raun­gildi,“ seg­ir Jón Hilm­ar. „Þetta er spít­ali með m.a. flókna og mikla skurðstofu­starf­semi og þrjár gjör­gæsl­ur, að fá millj­arð á ári til tækja­kaupa væri í lægri kant­in­um miðað við starf­sem­ina. Við feng­um 262 millj­ón­ir í ár, af þeim var um 150 millj­ón­um þegar ráðstafað í að borga upp önn­ur tæki en við þurf­um oft að dreifa greiðslum fyr­ir tæki yfir nokk­ur ár. Pott­ur­inn sem við höfðum til ráðstöf­un­ar var því upp á rúm­ar 100 millj­ón­ir. Við vor­um að end­ur­nýja all­ar vökv­adæl­urn­ar og þær kostuðu um 120 millj­ón­ir og monitor­ar á eina af gjör­gæsl­un­um kosta um 50 millj­ón­ir. Þannig að upp­hæðin er fljót að fara.“

Jón Hilm­ar von­ast til þess að þetta muni batna, a.m.k. tíma­bundið, ef viðbóta­fjár­magn fæst á fjár­lög­um 2013. „Það er ekki bara í tíð þess­ar­ar rík­is­stjórn sem hef­ur verið skammtað naumt til tækja­kaupa, þetta vanda­mál á sér lengri sögu. Vand­inn er upp­safnaður, tæk­in verða eldri með hverju ár­inu og nú er komið að tíma­punkt­in­um þar sem er ekki annað í stöðunni en að end­ur­nýja þau.“

Tek­ur ár að fá nýtt geisla­tæki

Jón Hilm­ar seg­ir að með þeim fjár­veit­ing­um sem spít­al­inn hef­ur haft und­an­far­in ár sé al­veg úti­lokað að hægt sé að fjár­magna kaup á dýr­ari tækj­um, nema það komi til sér­stakra fjár­veit­inga.

Meðal stærri tækja sem eru kom­in á end­ur­nýj­un­ar­tíma er geisla­tæki sem er notað í krabba­meinsmeðferð. Það kost­ar um 400 millj­ón­ir. Tvö slík tæki eru á spít­al­an­um, annað er 17 ára gam­alt, hitt er 9 ára og fer einnig að koma á tíma. Bæði biluðu þau í sum­ar. Jón Hilm­ar seg­ir að eldra tækið sé í slíku standi að ef það bili al­var­lega einu sinni enn séu litl­ar lík­ur tald­ar á að það kom­ist í gang aft­ur. „Tækið gæti farið á morg­un, þá yrðum við bara með eitt tæki og ef það bilaði líka yrði ekk­ert slíkt í land­inu. Nýrra tækið er 9 ára gam­alt og í Am­er­íku og í Nor­egi þar sem sett­ir eru meiri pen­ing­ar í svona hluti væri farið að huga að end­ur­nýj­un á því, en þar eru slík tæki end­ur­nýjuð á 8 til 10 ára fresti.“

Jón Hilm­ar seg­ir að inn­an spít­al­ans ríki bjart­sýni um að 400 millj­ón­ir fá­ist til að kaupa á nýju geisla­tæki. „Það þarf að koma kaup­ferl­inu sem fyrst af stað því það get­ur tekið um ár að fá tækið í hús frá því ákvörðunin um kaup er tek­in. Það er útboðsskylda, þá þarf að panta það og setja sam­an í verk­smiðjunni en svona tæki eru ekki til á lag­er. Þá er það flutt hingað og svo þarf að setja það upp en fyr­ir svona tæki þarf jafn­vel að breyta hús­næði.“

Geisla­tæk­in tvö sem eru nú í notk­un eru kölluð Minna og Stærra. Minna er eldra tækið og hef­ur aðeins einn fast­an orku­gjafa. Stærra hef­ur fleiri mögu­leika á grynnri og dýpri geisl­un. Ef nýtt tæki yrði keypt hefði það enn fleiri mögu­leika, væri kraft­meira og ná­kvæm­ara. Stjórn­stöðin á Stærra er í sér­her­bergi en á gamla tæk­inu, Minna, verða starfs­menn­irn­ir að fara inn til sjúk­lings­ins eft­ir geisl­un á hvern reit, þannig að það eru meiri hlaup og vinna í kring­um það. Um fimm­tíu sjúk­ling­ar koma hvern dag í geisl­un, 25 í hvort tæki.

Áhyggj­ur af bil­un­artíðninni

Spurður hvort starfs­fólk sé orðið þreytt á göml­um og síbilandi tækj­um seg­ir Jón Hilm­ar það auðvitað vera. „Starfs­fólk hef­ur áhyggj­ur af bil­un­artíðninni og vill framþróun, nýju tæk­in hafa mögu­leika sem gömlu tæk­in hafa ekki. Þessi gömlu tæki sinna al­veg sínu hlut­verki þegar þau eru í lagi en þegar ný tæki eru keypt fáum við alltaf eitt­hvað nýtt með.“

Annað stórt tæki sem þarf að fara að end­ur­nýja er hjartaþræðing­ar­tæki. Þrjú slík tæki eru á deild­inni og er eitt þeirra, sem bilaði ný­lega, orðið fimmtán ára gam­alt. Von­ast er til að hægt verði að end­ur­nýja það fljót­lega en nýtt hjartaþræðing­ar­tæki kost­ar 140-150 millj­ón­ir króna. Aðgerðirn­ar sem gerðar eru í þess­um þrem­ur tækj­um á hverju ári eru um þrjú þúsund tals­ins, þar af um 1.800 hjartaþræðing­ar. Það skipt­ir miklu máli að öll þrjú tæk­in séu í lagi því oft er um bráðaaðgerðir að ræða.

Jón Hilm­ar seg­ir að það verði alltaf að vera a.m.k. tvö mjög góð hjartaþræðing­ar­tæki til staðar, ef þau eru ótrygg geti verið erfitt að veita þessa þjón­ustu á Íslandi og hún sé upp á líf og dauða.

Gætu gef­ist upp á morg­un

Merk­in á tækj­un­um á Land­spít­al­an­um ættu flest­ir að þekkja; Siem­ens, Phil­ips og Gener­al Electric. Þau fyr­ir­tæki eru risa­stór í fram­leiðslu á lækn­ing­ar­tækj­um eins og öðru. „Okk­ar viðgerðar­menn fá þjálf­un á þessi tæki, það er stund­um innifalið í kaup­un­um. Í völd­um til­fell­um er hægt að hringja út og fá hjálp í gegn­um síma og stund­um þarf að fá viðgerðar­menn frá fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­un­um til lands­ins til að gera við flókn­ar bil­an­ir,“ seg­ir Jón Hilm­ar.

Ef tæki verða ekki end­ur­nýjuð gæti svo farið að í sum­um til­fell­um verði ekki hægt að veita viðeig­andi meðferð hér á landi og senda þurfi sjúk­linga til út­landa sem er mjög dýrt. „Það er ákveðin áhætta að vera með svona göm­ul tæki, þau gætu dugað í tvö ár en gætu líka gef­ist upp á morg­un,“ seg­ir Jón Hilm­ar.

Merkin á tækjunum á Landspítalanum ættu flestir að þekkja; Siemens, …
Merk­in á tækj­un­um á Land­spít­al­an­um ættu flest­ir að þekkja; Siem­ens, Phil­ips og Gener­al Electric. Eggert Jó­hann­es­son
Starfsfólk hefur áhyggjur af bilunartíðninni og vill framþróun.
Starfs­fólk hef­ur áhyggj­ur af bil­un­artíðninni og vill framþróun. Eggert Jó­hann­es­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert