Deila um niðurstöðurnar

Rúm­lega 66% þeirra kjós­enda sem tóku þátt í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni síðastliðinn laug­ar­dag um til­lög­ur stjórn­lagaráðs sögðu já við fyrstu spurn­ing­unni á kjör­seðlin­um og samþykktu þar með að til­lög­ur ráðsins verði lagðar til grund­vall­ar frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá. Þá sagði meiri­hluti þeirra kjós­enda sem tóku þátt í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni já við þeim fimm spurn­ing­um sem einnig var spurt.

„Það er tvennt sem mér finnst standa upp úr í þessu. Það er í fyrsta lagi að sjö­tíu pró­sent kjós­enda annaðhvort sátu heima eða lögðust gegn fyrstu spurn­ing­unni. Hins­veg­ar er nokkuð af­ger­andi afstaða tek­in af þeim sem mættu en það eru þó aðeins þrjá­tíu pró­sent kjós­enda í land­inu,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna niðurstaðna þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar.

Túlka þarf niður­stöðurn­ar

Að sögn Bjarna benti hann á það fyr­ir at­kvæðagreiðsluna að túlka þyrfti niður­stöður henn­ar og að það væri ein­mitt einn helsti gall­inn á fram­kvæmd henn­ar. „Ég held að það sé núna að koma í ljós að þetta þarfn­ast mik­ill­ar túlk­un­ar en ég lít þannig á að það sé ákall um að áfram verði haldið að vinna að breyt­ing­um á stjórn­ar­skránni, það ber að gera það núna á vett­vangi þings­ins og láta reyna á sam­stöðu af­markaðar breyt­ing­ar,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við að hann telji að þingið hafi fullt svig­rúm til að gera efn­is­lega breyt­ing­ar eft­ir því sem þurfa þykir og samstaða get­ur tek­ist um.

Spurður um fram­hald máls­ins seg­ir Bjarni að það standi upp á þá sem efndu til þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar að svara því. „Mér finnst það vera eins stærsta spurn­ing­in sem við ætt­um að spyrja okk­ur. Hvernig hef­ur þetta ár nýst við að vinna þessu máli ein­hvern fram­gang? Hvernig hef­ur það rúma ár sem liðið hef­ur frá því að stjórn­lagaráð skilaði af sér gagn­ast í þeim til­gangi að vinna mál­inu ein­hvern fram­gang?“ seg­ir Bjarni og bend­ir á að lög­fræðihóp­ur sem feng­inn var til þess að fara yfir til­lög­ur stjórn­lagaráðs eigi enn eft­ir að skila niður­stöðum sín­um.

Spurður að því hvort hann sjái fram á að hægt verði að mynda sam­stöðu á Alþingi um af­markaðar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni seg­ir Bjarni: „Ég sé ekki af hverju það ætti ekki að geta tek­ist samstaða um að skýra bet­ur ýmis stjórn­ar­skrárá­kvæði um hlut­verk for­set­ans. Ég held jafn­framt að það ætti að vera flöt­ur á því að koma auðlinda­ákvæði inn í stjórn­ar­skrána en þar höf­um við ávallt lagt aðaáherslu á að þar fari menn ekki út í eitt­hvert lög­fræðilegt lýðskrum og gæti sagt það sama um ákvæði um að til­tekið hlut­fall kosn­inga­bærra manna geti kraf­ist þjóðar­at­kvæðagreiðslu, hvers vegna ætt­um við ekki að geta leitt fram ein­hverja niður­stöðu í því?“

Ánægður með þátt­tök­una

„Ég er í fyrsta lagi mjög ánægður með kosn­ingaþátt­tök­una, ég tel að hún sé góð í ljósi þess að um ráðgef­andi at­kvæðagreiðslu er að ræða og það er búið að kjósa mikið á Íslandi að und­an­förnu þannig að ein­hverj­ir eru kannski orðnir þreytt­ir á því, þá voru nátt­úr­lega ákveðnir til­b­urðir uppi til að draga úr vægi þess­ara kosn­inga í umræðunni um aðdrag­anda þeirra en það hef­ur greini­lega mistek­ist,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna niðurstaðna þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar. Að sögn Stein­gríms tók þjóðin þetta tæki­færi sitt al­var­lega. „Hún hef­ur skilað sér á kjörstað og skilað skýr­um skila­boðum, þannig að ég tel að við ætt­um öll að geta verið ánægð með það,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Spurður út í næstu skref í mál­inu seg­ist Stein­grím­ur telja að þau séu aug­ljós­lega að í sam­ræmi við þau skila­boð sem þess­ar kosn­ing­ar séu þá beri að halda þessu ferli áfram og reyna að leiða það til lykta. „Ég túlka þetta ekki síst sem ein­dreg­in skila­boð frá þjóðinni um að hún vilji að vinn­unni verði haldið áfram við nýja heild­stæða stjórn­ar­skrá og er að lýsa yfir samþykki sínu á því ferli sem hef­ur verið í gangi að því leyti,“ seg­ir Stein­grím­ur og bæt­ir við að von­andi verði hægt að ná sam­an frum­varpi um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá fyr­ir jóla­leyfi þannig að fyrsta umræða um það kom­ist á fyr­ir jól. „En það er auðvitað al­veg ljóst að meg­in­um­fjöll­un Alþing­is, vinn­an við frum­varpið sjálft í nefnd og önn­ur og þriðja umræða bíða nátt­úr­lega vormiss­er­is­ins,“ seg­ir Stein­grím­ur og bend­ir á að um það hafi verið talað að sér­fræðinga­hóp­ur­inn sem nú fer yfir til­lög­ur stjórn­lagaráðs muni skila af sér í byrj­un nóv­em­ber.

Önnur þjóðar­at­kvæðagreiðsla?

Þá bend­ir Stein­grím­ur á að til greina komi að kalla þjóðina aft­ur til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um heild­stætt frum­varp að nýrri stjórn­ar­skrá. „Það er auðvitað í sjálfu sér til­tölu­lega ein­fald­ur hlut­ur að bjóða upp á að tek­in sé afstaða til stjórn­ar­skrár heild­stætt,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Aðspurður hvort hann telji að niður­stöður kosn­ing­anna sýni óein­ingu um breyt­ing­una sér­stak­lega í ljósi þess að yf­ir­leitt hef­ur verið staðið að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­um með mik­illi sam­stöðu seg­ir Stein­grím­ur að núna hafi menn valið að fara með málið í ann­ars kon­ar ferli og hafa þjóðina mun virk­ari þátt­tak­anda í því. „Að sjálf­sögðu er alltaf betra að menn nái sem best sam­an um hlut­ina en ákallið um þá sam­stöðu má ekki enda­laust verða til þess að ekk­ert ger­ist, það er nátt­úr­lega hin hliðin á mál­inu, það má ekki af­henda held­ur ein­hverj­um enda­laust stöðvun­ar- og neit­un­ar­vald,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Gott vega­nesti fyr­ir Alþingi

„Fyrstu viðbrögð mín eru ánægja og í raun þakk­læti fyr­ir þessa miklu þátt­töku og ég held að það sé styrk­ur í því að niður­stöðurn­ar séu af­ger­andi,“ seg­ir Dag­ur B. Eggerts­son, vara­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar, og bæt­ir við: „Þetta hlýt­ur að vera Alþingi gott vega­nesti núna inn í loka­skref­in við frá­gang á frum­varpi til nýrr­ar stjórn­ar­skrár og svo er þetta auðvitað líka mjög mik­il viður­kenn­ing til stjórn­lagaráðs og allra þeirra sem hafa komið að þessu ferli.“

Að sögn Dags er þjóðin að senda skýr skila­boð um að þessa vinnu eigi að virða en hann seg­ist skilja þetta sem sterkt ákall um að þetta leiði til niður­stöðu. Aðspurður hvert fram­haldið verður í kjöl­far at­kvæðagreiðslunn­ar seg­ir Dag­ur: „Drög­in hafa verið í fag­legri rýni hjá lög­fræðinga­hópi sem skil­ar af sér von bráðar og ég á von á því að í kjöl­farið sé eðli­legt að málið komi til kasta Alþing­is í formi heild­stæðs frum­varps á grund­velli niður­stöðu þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar.“

Spurður út í kjör­sókn­ina sem var tals­vert minni en kjör­sókn hef­ur verið í kosn­ing­um síðustu ár seg­ir Dag­ur hana hafi verið meiri en flest­ir hafi bú­ist við. „Hún var betri en í kosn­ing­un­um til stjórn­lagaþings og hún var líka betri, ef ég man rétt, en þegar við samþykkt­um full­veldi frá Dön­um í upp­hafi síðustu ald­ar,“ seg­ir Dag­ur og bæt­ir við að hann telji þetta hafa verið prýðilega þátt­töku og að úr­slit­in hafi verið af­ger­andi.

Áttar sig ekki á fram­hald­inu

„Maður hafði bú­ist við því að það væru kannski fleiri sem tækju þátt en engu að síður var þátt­tak­an ágæt. Að mínu mati er þetta fyrst og fremst vís­bend­ing um að það þarf end­ur­skoða ákveðna hluti í stjórn­ar­skránni og það er þá okk­ar verk­efni á næst­unni að gera það,“ seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, spurður út í fyrstu viðbrögð vegna at­kvæðagreiðslunn­ar.

Spurður út í fram­hald máls­ins seg­ir Gunn­ar Bragi ekki átta sig á því hvernig eigi að halda á mál­inu í fram­hald­inu. „Það hef­ur verið mik­ill ófriður um þetta inn­an þings­ins, eins og all­ir vita, og ég hef ekki trú á því að stjórn­ar­flokk­arn­ir muni reyna að beita ein­hverj­um öðrum aðferðum við fram­haldið,“ seg­ir Gunn­ar Bragi og bæt­ir við: „For­sæt­is­ráðherra hef­ur gefið í skyn að það eigi að klára þetta ferli fyr­ir kosn­ing­ar og ég er ekki viss um að það ná­ist ef það á að gefa sér tíma til þess að fara vand­lega ofan í þetta.“

Að sögn Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur, þing­flokks­for­manns Hreyf­ing­ar­inn­ar, er niðurstaðan mjög af­ger­andi. „En það var ekki verið að stimpla stjórn­lagaþingsplaggið já. Það komu þarna leiðbein­ing­ar til þings­ins um hvað þarf að laga, þ.ám. um þjóðkirkju­ákvæðið. Þannig að ég að þetta hafi akkúrat tek­ist von­um fram­ar,“ seg­ir Mar­grét og bæt­ir við að kjör­sókn­in hafi verið mjög góð miðað við að um ráðgef­andi þjóðar­at­kvæðagreiðslu var að ræða. Nefn­ir hún til dæm­is að í Sviss hafi frá ár­inu 2000 kjör­sókn náð há­marki í slík­um at­kvæðagreiðslum í 57% en hins­veg­ar dottið al­veg niður í 28%.

Kos­ingaþátt­tak­an dræm

Þegar tal­in hafa verið 107.570 at­kvæði af 115.888 greidd­um at­kvæðum er niðurstaðan eft­ir­far­andi:

Spurn­ing 1. - Til­lag­an Já 66,3% og Nei 33,7%

Spurn­ing 2. - Auðlind­irJá 82,5% og Nei 17,5%

Spurn­ing 3. - Þjóðkirkj­anJá 57,5% og Nei 42,5%

Spurn­ing 4. - Per­sónu­kjörJá 77,9% og Nei 22,1%

Spurn­ing 5. - At­kvæðavægiJá 63,2% og Nei 27,8%

Spurn­ing 6. - Þjóðar­at­kvæðiJá 72,2% og Nei 27,8%

Kjör­sókn á land­inu öllu var 48,9% en 236.887 ein­stak­ling­ar eru á kjör­skrá á land­inu öllu. Í spurn­ingu eitt var spurt hvort kjós­end­ur vildu að til­lög­ur stjórn­lagaráðs verði lagðar til grund­vall­ar frum­varp­in að nýrri stjórn­ar­skrá.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert