Þetta þarf að gera

Gunnar I. Birgisson
Gunnar I. Birgisson

„Óðum stytt­ist líf­tími gagns­lausr­ar, tærr­ar vinstri­stjórn­ar í land­inu. Víða er byrjað að telja niður þar til þessi ófögnuður hverf­ur úr stjórn­ar­ráðinu,“ seg­ir Gunn­ar I. Birg­is­son, bæj­ar­full­trúi í Kópa­vogi, í Morg­un­blaðinu í dag. Seg­ir hann ákv­arðana­fælni stjórn­ar­flokk­anna og skort á framtíðar­sýn hafa ein­kennt rík­is­stjórn­ina ásamt til­heyr­andi blekk­ing­um og lyg­um við fólkið í land­inu. Eft­ir kosn­ing­ar í apríl næst­kom­andi þarf að bretta upp erm­ar og snúa þess­ari óheillaþróun við.

Í grein sinni seg­ir Gunn­ar m.a.: „Þúsund­ir heim­ila eru fast­ar á skuldaklafa eft­ir gíf­ur­leg­ar hækk­an­ir á hús­næðislán­um vegna mik­ill­ar verðbólgu und­an­far­inna ára, en verðtrygg­ing­in stend­ur vörð um hags­muni lán­ar­drottna. Sem dæmi má nefna að fólk sem átti 30% eigið fé í sínu hús­næði var komið í nei­kvætt eigið fé tveim­ur árum eft­ir hrun.“

Gunn­ar ræðir einnig um verðtrygg­ing­una í grein sinni og seg­ir þar: „Við erum ein fárra þjóða, sem enn halda sig við verðtrygg­ing­una. Hún var hugsuð sem tæki fyr­ir fjár­magnseig­end­ur til að viðhalda verðmæti eigna sinna. Þetta kerfi er þó að ganga sér til húðar. Ef fjár­málaráðherra dett­ur í hug að hækka bens­ín, brenni­vín eða kaffi hækk­ar í Bras­il­íu, þá hækka verðtryggð lán á Íslandi. Þessi skrípaleik­ur geng­ur ekki leng­ur.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka