Flestir vilja ákvæði um þjóðkirkju

mbl.is/Brynjar Gauti

Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar sýna að meirihluti þjóðarinnar vilji hafa ákvæði um þjóðkirkjuna inni í stjórnarskrá.

„Það eru eflaust margar skýringar á því en ég held að ein sé sú að fólk vill hafa þann stöðugleika sem felst í því að hafa þjóðkirkju, sem starfar um allt land, hér á landi,“ segir Agnes og bætir við: „Kannski hefur þetta líka gefið okkur sem þjóð tækifæri til að hugsa um þau grunngildi sem við viljum hafa í þessu þjóðfélagi hér eftir sem hingað til, fyrst þetta var niðurstaðan.“

Í umfjöllun um þjóðaratkvæðið í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að kjörsókn í atkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs var 48,9% samkvæmt þeim tölum sem voru fyrir hendi í gærkvöldi. Til samanburðar var kjörsókn í síðustu forsetakosningum 69,2%, þá greiddu 98,6% kjósenda atkvæði í stjórnarskrárkosningunum 1944.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert