Ókeypis fyrir 12 ára en dýrt fyrir aðra

Læknar sjá um framkvæmd bólusetningarinnar, en bóluefnin eru lyfseðilsskyld.
Læknar sjá um framkvæmd bólusetningarinnar, en bóluefnin eru lyfseðilsskyld. mbl.is

Öllum 12 ára stúlk­um, sem eru í 7. bekk grunn­skóla, býðst nú ókeyp­is HPV-bólu­setn­ing gegn leg­hálskrabba­meini. Bólu­setn­ing­in hófst haustið 2011, en þá voru stúlk­ur fædd­ar árið 1998 og 1999 bólu­sett­ar. For­eldr­ar og for­ráðamenn eldri stúlkna verða hins veg­ar að greiða sjálf­ir fyr­ir bólu­setn­ing­una, en kostnaður­inn get­ur numið um 80.000 kr.

Fram kem­ur á vef land­læknisembætt­is­ins að HPV-veir­an (Hum­an Papilloma Virus) sé aðal­or­sök forstigs­breyt­inga- og krabba­meins í leg­hálsi. Veir­an er mjög al­geng og er talið að um 80% kvenna smit­ist af henni ein­hvern tím­ann á æv­inni. Veir­an smit­ast við kyn­mök og er einkum al­geng hjá ungu fólki sem lif­ir virku kyn­lífi.

„Tólf og þrett­án ára stúlk­um var boðið upp á þetta í fyrra. Síðan er 12 ára stúlk­um boðið upp á þetta núna áfram. Ef for­eldr­ar vilja láta bólu­setja eldri stúlk­ur sem þeir eiga þá verða þeir að borga það sjálf­ir. Þeir verða þá að fá bólu­efnið á recepti frá lækni, því bólu­efnið flokk­ast sem lyf,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son, yf­ir­lækn­ir á sótt­varna­sviði land­læknisembætt­is­ins, í sam­tali við mbl.is

Ekki fjár­heim­ild til að bjóða fleiri ókeyp­is bólu­setn­ingu

For­eldri sem hafði sam­band við mbl.is undr­ast hvers vegna kostnaður­inn við bólu­setn­ingu dótt­ur sinn­ar, sem sé orðin 15 ára göm­ul, skuli vera svona hár. Þórólf­ur seg­ir að þetta séu mörk­in sem hafi verið sett, en í sam­ræmi við samþykkt Alþing­is frá því í lok árs 2010 hófu heil­brigðis­yf­ir­völd bólu­setn­ing­ar gegn HPV-veirunni á síðasta ári. Þórólf­ur bend­ir á að 12 ára þyki vera heppi­leg­ur ald­ur því þá sé verið að bólu­setja grunn­skóla­börn gegn MMR (gegn misl­ing­um, rauðum hund­um og hettu­sótt).

„Út af þess­um fjár­hagsramma þá var ekki talið hægt að bjóða þetta fleir­um,“ seg­ir Þórólf­ur og bæt­ir við að land­læknisembætt­inu hafi borist fjöldi fyr­ir­spurna í tengsl­um við bólu­setn­ing­una og kostnaðinn. „Við erum ekki með fjár­heim­ild fyr­ir meiru,“ bæt­ir hann við.

Kost­ar rúm­ar 20 millj­ón­ir

Þórólf­ur bend­ir á að tvö bólu­efni standi mönn­um til boða, Cervarix og Gardasil en Cervarix er notað hér í al­menn­um bólu­setn­ing­um. Alls eru stúlk­un­um gefn­ar þrjár spraut­ur á um það bil sex mánaða tíma­bili. Síðar­nefnda efnið er dýr­ara og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um úr lyfja­verðskrá er kost­ar skammt­ur­inn um það bil 24.000 krón­ur með virðis­auka­skatti. Cervarix er u.þ.b. 8 þúsund krón­um ódýr­ara. Þórólf­ur bend­ir á að um há­marks­s­má­sölu­verð sé að ræða en svo eigi lyfsal­ar eft­ir að leggja sína álagn­ingu á bólu­efnið þannig að heild­ar­verðið í apó­tek­um verður því hærra.

Hvað varðar HPV-bólu­setn­ingu í ná­granna­lönd­un­um þá seg­ir Þórólf­ur að það sé mjög mis­mun­andi hvaða hóp­um stúlkna eða ald­urs­bili sé boðin bólu­setn­ing. Það geti t.d. verið all­ar stúlk­ur frá 12 til 15 ára. Í Banda­ríkj­un­um sé t.d. öll­um stúlk­um og kon­um frá 12 ára til 25 ára boðið upp á ókeyp­is bólu­setn­ingu. „Þetta fer eft­ir því hvað menn eiga mik­inn pen­ing í þetta. Það helg­ast ekki af neinu öðru í sjálfu sér,“ seg­ir hann.

„Kostnaður við bólu­setn­ingu hvers ár­gangs stúlkna er rúm­lega 20 millj­ón­ir,“ seg­ir Þórólf­ur.

Hann bend­ir hins veg­ar á að því eldri sem stúlk­urn­ar séu þegar þær eru bólu­sett­ar „þá eru minni lík­ur á því að ár­ang­ur sjá­ist af bólu­setn­ing­unni, þ.e. ef þær eru byrjaðar að hefja kyn­líf. Ef að stúlka smit­ast af HPV áður en hún er bólu­sett þá virk­ar bólu­setn­ing­in ekki.“ Vernd­in verði að vera kom­in á und­an sýk­ing­unni. Ekki er hægt að ráða niður­lög­um sýk­ing­ar­inn­ar sem er orðin nú þegar.“

For­eldr­ar fá send bréf

Þórólf­ur seg­ir að eng­in sé skyldaður til að fara í bólu­setn­ingu. Hins veg­ar mæli land­læknisembættið með því að all­ar 12 ára stúlk­ur þiggi bólu­setn­ing­una. „Við höf­um sent öll­um for­eldr­um 12 ára stúlkna bréf með upp­lýs­ing­um um þetta,“ seg­ir Þórólf­ur og bæt­ir við að einnig sé að finna mikið af upp­lýs­ing­um á vef embætt­is­ins.

„Ég held að þetta hafi tek­ist ágæt­lega og for­eldr­ar hafa tekið bólu­setn­ing­unni mjög vel,“ seg­ir hann.

Að sögn Þórólfs nota heil­brigðis­yf­ir­völd bólu­efnið Cervarix við HPV-bólu­setn­ing­una. „Það kom ný­lega rann­sókn sem sýn­ir að bólu­efnið er yfir 90% virkt í því að koma í veg fyr­ir þess­ar al­var­legu forstigs­breyt­ing­ar, sem lof­ar mjög góðu.“

Aðspurður seg­ir hann að á und­an­förn­um árum - áður en heil­brigðis­yf­ir­völd fóru að bjóða upp á bólu­setn­ingu - hafi verið tals­vert um það að for­eldr­ar stúlkna hafi keypt bólu­efni svo dæt­ur þeirra gætu verið bólu­sett­ar gegn leg­hálskrabba­meini. „Það held­ur eitt­hvað áfram. Það er kannski ekki mikið en það er eitt­hvað um það,“ seg­ir hann.

Spurður hvort land­læknisembættið hvetji for­eldra stúlkna sem eru eldri en 12 ára til að kaupa bólu­setn­ingu handa dætr­um sín­um seg­ir Þórólf­ur að embættið hafi ein­fald­lega bent á þær staðreynd­ir sem liggi fyr­ir. „Að bólu­efnið geti al­veg verið vernd­andi hjá eldri stúlk­um líka - þó kannski að hjá stúlk­um sem eru byrjaðar að hefja kyn­líf þá sé vernd­in minni út af lík­un­um á smiti. Svo höf­um við líka bent á kostnaðinn af þessu en síðan verður fólk að vega það og meta hvað það vill gera.“

Dreng­ir mögu­lega bólu­sett­ir í framtíðinni

Í Banda­ríkj­un­um eru dreng­ir einnig bólu­sett­ir gegn HPV-veirunni sem get­ur valdið fleiri krabba­mein­um, t.d. í endaþarmi og ytri kyn­fær­um. „Bólu­efnið get­ur líka veitt ein­hverja vernd gegn þess­um krabba­mein­um, þó að vernd­in sé kannski ekki eins mik­il og í leg­hálskrabba­meini,“ seg­ir Þórólf­ur.

Aðspurður seg­ir hann að það hafi verið tölu­vert rætt um það hvort bólu­setja eigi drengi gegn HPV-veirunni. „Umræðan er að verða há­vær­ari. Það kæmi mér ekk­ert á óvart - ein­hvern­tím­ann á næstu árum - að það yrði gert. Þetta er líka spurn­ing um kostnað,“ seg­ir Þórólf­ur og bæt­ir við að aðeins Banda­rík­in bólu­setji drengi gegn þessu.

Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnasviði landlæknisembættisins.
Þórólf­ur Guðna­son, yf­ir­lækn­ir á sótt­varna­sviði land­læknisembætt­is­ins. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert