Stjórn Heimdallar auglýsti í morgun í Morgunblaðinu að stjórn félagsins stendur fyrir sölu á íslenskum krónum á Lækjartorgi kl 17:00 í dag og þar kemur fram að félagið tekur við öllum frjálsum gjaldmiðlum.
Heimdellingar vilja með þessu mótmæla því að það sé bannað, mótmæla gjaldeyrishöftum og hvetja stjórnvöld til að afnema þau sem allra fyrst, segir í fréttatilkynningu.