Vill skrifstofur þingmanna nær Alþingi

mbl.is/Hjörtur

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til forseta þingsins þar sem hún spyr að því hvers vegna skrifstofur þingmanna séu ekki í því húsnæði sem Alþingi hefur yfir að ráða og er nær þinghúsinu en núverandi skrifstofur.

Vigdís spyr ennfremur að því hvort tekið hafi verið tillit til tímasparnaðar og öryggissjónarmiða þegar þingmönnum hafi verið úthlutað skrifstofum.

Þá spyr hún um kostnað af því að flytja skrifstofur þingmanna í hús þingsins sem standi næst þinghúsinu og skrifstofur starfsmanna í skrifstofur þingmanna.

Að endingu spyr hún hvort úttekt hafi verið gerð á öryggismálum þegar kemur að ferðum þingmanna á milli skrifstofa sinna og þinghússins. Óskar hún eftir skriflegu svari við þessum spurningum.

Fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka