Yfirvofandi launahækkanir valda mörgum áhyggjum

mbl.is/Þorkell

Yfirvofandi launahækkun við endurskoðun á forsendum kjarasamninga í febrúar næstkomandi veldur mörgum forsvarsmönnum stærstu fyrirtækja innan Samtaka iðnarðarins áhyggjum, sérstaklega í ljósi þess að stjórnvöld hyggjast ekki lækka tryggingagjald í takt við það sem fyrirtæki bjuggust við.

Þetta kom fram í samtölum starfsmanna Samtaka iðnaðarins við félagsmenn í ríflega 150 stærstu fyrirtækjum innan SI fyrr í þessum mánuði.

Samkvæmt upplýsingum Bjarna Más Gylfasonar, hagfræðings Samtaka iðnaðarins, sem unnið hefur úr svörunum um ástand og horfur meðal félagsmannanna, óttast margir að erfitt verði að mæta þessum hækkunum og að launahækkunum verði að mestu leyti velt út í verðlag.

Í samtölunum kom fram að almennt eru menn ósáttir við síðustu kjarasamninga en telja ólíklegt að vilji sé fyrir því að segja upp samningum í vetur með þeirri óvissu sem því fylgir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert