Bíll bilar vikulega í Hvalfjarðargöngunum

Á leið inn í Hvalfjarðargöng.
Á leið inn í Hvalfjarðargöng. mbl.is/Eggert

Það lætur nærri að bíll bili í Hvalfjarðargöngunum í hverri viku að sögn Marinós Tryggvasonar, afgreiðslustjóra og öryggisfulltrúa Spalar. Yfirleitt séu það minniháttar bilanir, stundum bensínleysi, sem valdi ekki miklum töfum.

Í gærmorgun fór hjól undan jeppabifreið sem var á ferð í göngunum. Neistaflug og reykur myndaðist og var slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kallað til. Ekki var um að ræða alvarlegt tilfelli og var ekki gripið til þess ráðs að loka göngunum vegna þess. Bifreiðin var fjarlægð af staðnum með kranabíl. Þá urðu engin slys á fólki.

Marinó segir í Morgunblaðinu í dag, að viðbragðsáætlunin þegar bíll bilar sé að loka göngunum og kanna aðstæður og það sé gert nánast undantekningarlaust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert