Kiljan Fimmtíu gráir skuggar eftir E.l. Jones, sem Forlagið - JPV útgáfa gaf út - var söluhæsta bókin á tímabilinu 7.-20. október, samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bókaútgefanda.
Þetta kemur fram á nýjum metsölulista bókaverslana en hann byggir á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur.
Í öðru sæti varð Stóra Disney heimilisréttabókin frá Eddu útgáfu og í þriðja sæti
Létta leiðin eftir Ásgeir Ólafsson, útgefandi Veröld.
Í fjórða sæti á listanum er Eldvitnið eftir Lars Kepler frá Forlaginu - JPV útgáfu, í fimmta sæti Iceland Small World eftir Sigurgeir Sigurjónsson frá Portfolio, í sjötta sæti er Hermiskaði eftir Suzanne Collins, í sjöunda sæti Eldað með Ebbu í Latabæ eftir Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur, í áttunda sæti Herbergi eftir Emmu Donaghue, í níunda sæti
Flöskuskeyti frá P eftir Jussi Alder-Olsen og í tíunda sæti Minning um óhreinan engil eftir
Henning Mankell.
Þegar uppsafnaður metsölulisti fyrir tímabilið 1. janúar - 20. október 2012 kemur í ljós, að söluhæsta bók á árinu til þessa er Grillréttir Hagkaups eftir Hrefnu Rósu Sætran. Í öðru sæti er bókin Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur og í þriðja sæti Iceland Small World eftir Sigurgeir Sigurjónsson.