Fimmtíu gráir skuggar selst best

Bókarkápa Fimmtíu grárra skugga, metsölubókar tímabilsins 7.-20. október.
Bókarkápa Fimmtíu grárra skugga, metsölubókar tímabilsins 7.-20. október.

Kilj­an Fimm­tíu grá­ir skugg­ar eft­ir E.l. Jo­nes, sem For­lagið - JPV út­gáfa gaf út - var sölu­hæsta bók­in á tíma­bil­inu 7.-20. októ­ber, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fé­lagi ís­lenskra bóka­út­gef­anda.

Þetta kem­ur fram á nýj­um met­sölu­lista bóka­versl­ana en hann bygg­ir á upp­lýs­ing­um frá flest­um bóka­versl­un­um lands­ins og öðrum versl­un­um sem selja bæk­ur.

Í öðru sæti varð Stóra Disney heim­il­is­rétta­bók­in frá Eddu út­gáfu og í þriðja sæti
Létta leiðin eft­ir Ásgeir Ólafs­son, út­gef­andi Ver­öld.

Í fjórða sæti á list­an­um er Eld­vitnið eft­ir Lars Kepler frá For­laginu - JPV út­gáfu, í fimmta sæti Ice­land Small World eft­ir Sig­ur­geir Sig­ur­jóns­son frá Port­folio, í sjötta sæti er Hermiskaði eft­ir Suz­anne Coll­ins, í sjö­unda sæti Eldað með Ebbu í Lata­bæ eft­ir Ebbu Guðnýju Guðmunds­dótt­ur, í átt­unda sæti Her­bergi eft­ir Emmu Donag­hue, í ní­unda sæti
Flösku­skeyti frá P eft­ir Jussi Alder-Ol­sen og í tí­unda sæti Minn­ing um óhrein­an engil eft­ir
Henn­ing Man­kell.

Þegar upp­safnaður met­sölu­listi fyr­ir tíma­bilið 1. janú­ar - 20. októ­ber 2012 kem­ur í ljós, að sölu­hæsta bók á ár­inu til þessa er Grill­rétt­ir Hag­kaups eft­ir Hrefnu Rósu Sætr­an. Í öðru sæti er bók­in Heilsu­rétt­ir fjöl­skyld­unn­ar eft­ir Berg­lindi Sig­mars­dótt­ur og í þriðja sæti Ice­land Small World eft­ir Sig­ur­geir Sig­ur­jóns­son.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert