Lélegri hrefnuvertíð lokið

Hrefnukjöt skorið.
Hrefnukjöt skorið. mbl.is/Golli

Einni lé­leg­ustu hrefnu­vertíð síðustu ára lauk nú um helg­ina. Hrafn­reyður KÓ fór í síðustu veiðiferð árs­ins. Hrefnu­veiðimenn veiddu sam­tals 51 dýr á vertíðinni en kvót­inn á ár­inu var 216 hrefn­ur. Þetta kem­ur fram í Útvegs­blaðinu.

„Í fyrra veidd­ist 61 hrefna en síðustu mánuði hafa verið jól í hvert sinn sem við höf­um fengið dýr,“ seg­ir Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Hrafn­reyðar ehf. Hann seg­ir Hrafn­reyði hafa farið í tvær ferðir í sept­em­ber sem hafi engu skilað.

Í ár hef­ur Hrafn­reyður veitt 31 dýr en í fyrra veiddi hún 50. Mark­miðið hafi verið sett á að veiða 80 dýr á þess­ari vertíð.

Hann seg­ir ljóst að hrefnu­veiðimenn nái ekki að anna eft­ir­spurn eft­ir kjöt­inu í vet­ur. „Staðan hef­ur aldrei verið svona slæm.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka