Líkur á kvikuinnskoti í Eyjafjarðarál

Haraldur Sigurðsson
Haraldur Sigurðsson mbl.is/Rax

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur miklar líkur á að kvikuinnskot eigi sér stað í Eyjafjarðarál þar sem fjöldi jarðskjálfta hefur átt upptök sín síðustu daga.

„Slíkt kvikuinnskot gerist hvað eftir annað á flekamótunum og myndar þá einskonar jólatré inni í setinu. .. .Er þetta að gerast undir Eyjafjarðarál í dag?  Enginn veit, en líkurnar eru miklar, að mínu áliti.  En ef svo er, þá er eitt víst: hitinn frá kvikuinnskotum er svo mikill að hitastigull í setinu verður hár og þar með breytist öll olía í setinu í metan eða jafnvel í gagnslaust koltvíoxíð og vatn.  Ekki gott fyrir þá sem vilja finna olíu hér á landgrunninu,“ segir Haraldur á bloggsíðu sinni.

Haraldur bendir á að órói hafi verið nokkur á jarðskjálftamælum í grennd við Eyjafjarðarál. „Er það vísbending um kvikuhreyfingu? Ég veit ekki,“ segir Haraldur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert