Lögreglan rannsakar mansalsmál á nuddstofu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kínverskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Kínversk kona sendi í febrúar bréf til nokkurra aðila hér á landi, m.a. lögreglu, um að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nuddstofum í eigu kínverskrar konu og eignmanns hennar. Konan er nú komin aftur til Kína.

Í bréfinu segir konan m.a. frá harðræði sem hún segir eiganda nuddstofunnar hafa beitt ættingja sinn. Hann hafi verið læstur inni, vegabréfið tekið af honum og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom hingað til lands til að vinna á nuddstofunni.

Í Fréttablaðinu kemur fram að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem mál tengd eiganda nuddstofunnar komi á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi hafi ákært hana fyrir að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarstarfsemi árið 2005.

Morgunblaðið birti viðtal við þennan mann ári eftir að málið kom upp þar sem hann lýsti dvöl sinn á nuddstofunni. Hann hafði fengið 8.000 í mánaðarlaun.

Eigandinn var dæmdur til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun ásamt vöxtum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert