Vinnur gegn kjarnastarfsemi heilsugæslunnar

Þór­ar­inn Ing­ólfs­son, formaður Fé­lags ís­lenskra heim­il­is­lækna, furðar sig á um­mæl­um vel­ferðarráðherra um heilsu­gæsl­una. Þór­ar­inn seg­ir að ráðuneytið hafi unnið gegn kjarn­a­starf­semi heilsu­gæsl­unn­ar, heim­il­is­lækna­mót­tök­unni.

Í sjón­varps­frétt­um RÚV í síðustu viku svaraði vel­ferðarráðherra spurn­ing­um frétta­manns varðandi óbreytt­an fjölda lækni­sviðtala á dag­vinnu­tíma og aukn­ingu á lækni­sviðtöl­um á síðdeg­is­vökt­um heilsu­gæslu­stöðva með því að nefna tvennt: að fólk vildi held­ur koma á þess­um tíma og að á síðdeg­is­vökt­un­um væri af­kasta­hvetj­andi launa­kerfi. Hann bætti við að „við þyrft­um að þora að ræða þetta!“

Þór­ar­inn seg­ir að svona svör séu ekki sæm­andi vel­ferðarráðherra sem ber ábyrgð á skipu­lagi og fram­kvæmd heil­brigðis­kerf­is lands­manna. Hann bend­ir á að um 30-50.000 Íslend­ing­ar séu án heim­il­is­lækn­is, heim­il­is­lækn­um hafi fækkað um­tals­vert á síðustu árum, heim­il­is­lækna­stöðugild­um hafi verið breytt í stöður fyr­ir náms­lækna, laun heim­il­is­lækna hafi verið skert, marg­ir heim­il­is­lækn­ar taki launa­laus leyfi til starfa ann­ars staðar og stór hluti heim­il­is­lækna lands­ins nálg­ist nú eft­ir­launa­ald­ur.

„Heim­il­is­lækn­ar hafa nú um ára­bil talað fyr­ir því að all­ir borg­ar­ar þessa lands hafi nafn­greind­an heim­il­is­lækni sem þeir geta treyst og náð í þegar þörf kref­ur. Slíkt kerfi hef­ur fyr­ir löngu verið inn­leitt á Norður­lönd­um og gefið góða raun.  Heil­brigðis­yf­ir­völd hafa hins veg­ar staðið á því fast­ar en fót­un­um að vand­inn sé lít­ill. Þess er hvergi getið hvorki í stefnu ráðuneyt­is­ins, nýj­um drög­um að heil­brigðisáætl­un eða í stefnu­skrá stjórn­mála­flokka að það að hafa sinn eig­in fasta lækni  séu rétt­indi borg­ar­anna. Þvert á móti hef­ur ráðuneytið unnið gegn kjarn­a­starf­semi heilsu­gæsl­unn­ar, heim­il­is­lækna­mót­tök­unni,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Þór­arni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka