„Ef rýnt er í niðurstöður ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslunnar á laugardaginn blasa nokkrar staðreyndir við“, segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, í grein í Morgunblaðinu í dag. Nefnir Ragnheiður Elín m.a. að niðurstaðan sé ekki bindandi fyrir Alþingi, heldur ráðgefandi.
Í niðurlagi greinar sinnar segir Ragnheiður Elín: „Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi stendur frammi fyrir mikilli ábyrgð og gríðarlegu tækifæri. Tækifærinu til þess að hefja þetta mál upp úr þeim átakafarvegi sem það hefur verið í allt þetta kjörtímabil og til þess að klára verkefnið með sóma á þinginu. Það gerist ekki með offorsi og fyrirframgefnum niðurstöðum.
Hlustum á ráðleggingar forseta stjórnlagaráðs og viðvaranir sérfræðinga í stjórnskipunarrétti og vöndum okkur við verkefnið. Hlustum á sjónarmið og náum sameiginlegri niðurstöðu. Stjórnarskráin er grundvöllur allrar annarrar lagasetningar, við eigum hana öll“.