Alþingi virði niðurstöðuna

Frá kjörstað um síðustu helgi.
Frá kjörstað um síðustu helgi. Árni Sæberg

Stjórn Stjórnarskrárfélagsins lýsir yfir ánægju með niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar þann 20. október. Stjórnin segir það vera bæði pólitíska og siðferðilega skyldu Alþingis að virða niðurstöðuna.

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á opnum stjórnarfundi félagsins í gær.

Þar segir að stjórnin harmi „að kjörnir fulltrúar á Alþingi skuli sýna kjósendum þá vanvirðingu að kasta rýrð á þjóðaratkvæðagreiðsluna og gera lítið úr niðurstöðunni og vilja kjósenda eins og hann liggur fyrir.  Slíkt athæfi er andlýðræðislegt og ætti ekki að eiga sér stað í heilbrigðu lýðræðisríki,“ segir í tilkynningunni.

„Leikreglurnar voru skýrar og það er niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar einnig. Það er pólitísk og siðferðileg skylda Alþingis að virða þá niðurstöðu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert