Einn landeigenda við fyrirhugaða Blöndulínu 3, sem Landsnet hyggst leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar, segir hugmyndir fyrirtækisins vera tímaskekkju.
Um sjötíu landeigendur við fyrirhugaða Blöndulínu 3 hafa lýst því yfir að þeir muni ekki heimila lagningu loftlínu á sínu landi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Landsnet hefur frá árinu 2008 unnið að undirbúningi nýrrar og öflugri háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Línan er mun meira mannvirki en núverandi byggðalína og setur mark sitt á fjölda jarða í Austur-Húnavatnssýslu, Skagafirði og Eyjafirði.